Erlent

Ljóðskáld gagnrýnir rafbókavæðingu

Armitage veltir því fyrir sér hvort að rithöfundar framtíðarinnar eigi eftir að geta unnið fyrir sér.
Armitage veltir því fyrir sér hvort að rithöfundar framtíðarinnar eigi eftir að geta unnið fyrir sér. mynd/GUARDIAN
Ljóðskáldið Simon Armitage gagnrýndi rafvæðingu bókmennta í gær. Hann sagði að rétt eins og tónlist og kvikmyndum sé nú dreift ólöglega um internetið þá sé það óumflýjanlegt að bækur mæti sömu örlögum.

Á bókmenntahátíðinni Hay Festival sagði Armitage að rithöfundar hefðu sífellt minni völd yfir sköpunarverkum sínum. Hann sagði að spjaldtölvur eins og iPad og Kindle mörkuðu endalok bókarinnar eins og við þekkjum hana.

Armitage sagði það vera fáránlegt að rithöfundar og ljóðskáld sem unnið hafa að ritverkum sínum í þrjú og selji þau síðan á góðu verði lendi í því að verkunum sé dreift ólöglega.

Hann velti því fyrir sér hvort að rithöfundar framtíðarinnar eigi eftir að geta unnið fyrir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×