Erlent

Málaði risavaxið hraðaskilti á húsið sitt

Backhouse er annt um öryggi sitt og nágranna sinna.
Backhouse er annt um öryggi sitt og nágranna sinna. mynd/Adam Gray
Húsasmiðurinn Tim Backhouse fékk sig fullsaddann af ökumönnum sem virtu ekki hraðatakmörk í götunni hans. Hann málaði því fimm metra hátt skilti á húsið sitt svo að hraðamörkin myndu ekki fara framhjá neinum.

Backhouse fékk engin svör frá bæjaryfirvöldum eftir að hann bað um úrræði til að hægja á umferðinni.

Nágrannar Backhouse er afar ánægðir með frumkvæði hans. Backhouse hafði haft talsverðar áhyggjur af viðtökum nágranna sinna - hann er því hæst ánægður með þau jákvæðu viðbrögð sem hann hefur fengið.

Bæjaryfirvöld eru þó ekki á sama máli. Eftir að rannsókn var gerð á umferð í götunni kom í ljós að almennt séð keyrðu ökumenn ekki svo hratt. Backhouse gefur þó lítið fyrir þær staðhæfingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×