Erlent

Fordæmir ofbeldið á Tahrir torgi

Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna.
Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna. mynd/AFP
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, Navi Pillay, hefur fordæmt meðhöndlun öryggissveita Egyptalands á mótmælunum sem hófust á Tharir torgi um helgina.

Pillay segir öryggissveitirnar hafa beitt óhóflegu ofbeldi í aðgerðum gegn mótmælendum. Hún krefst þess að sjálfstæð úttekt verði framkvæmt á atburðum síðustu daga.

Talið er að 30 hafi látist í mótmælunum.

Herstjórnin í Egyptalandi hefur ákveðið að hraða valdaskiptum í landinu en það hefur ekki fengið mótmælendur til yfirgefa torgið.

Pillay hvatti yfirvöld í Egyptalandi til að endurhugsa nálgun sín að mótmælunum. Hún sagði að þær ljósmyndir og frásagnir sem berast nú frá torginu vera sláandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×