Erlent

Stefnir í skrautleg bunga bunga réttarhöld yfir Berlusconi

Allt stefnir í að svokölluð bunga bunga réttarhöld á Ítalíu verði jafnskrautleg og sakborningurinn, Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra landsins.

Dómarinn í málinu hefur gefið verjendum Berlusconi leyfi til að kalla tvær heimsþekktar stjörnur til sem vitni í málinu en það eru Hollywood leikarinn George Clooney og fótboltakappinn Christiano Ronaldo.

Verjendurnir ætla að nota Clooney og Ronaldo til þess að draga úr trúverðugleika súludansarans Karima El Mahroug betur þekkt sem Ruby hjartaþjófur. Berlusconi er ákærður fyrir að hafa haft kynmök við hana þegar hún var aðeins 17 ára eða undir lögaldri.

Samkvæmt vitnisburði Karimu var hún viðstödd kynsvallsveislur á heimilu Berlusconi þar sem stúlkur voru klæddar í nunnu- eða lögreglubúninga. Saksóknarinn í málinu hefur kallað 32 fyrirsætur og ungar leikkonur fyrir sem vitni í málinu en þessar stúlkur voru í veislunum sem almennt ganga undir nafninu bunga bunga á Ítalíu.

Fari svo að Berlusconi verði fundinn sekur í málinu á hann yfir höfði sér þriggja ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×