Erlent

Verkfall lamar Portúgal

Öll flugumferð í Portúgal liggur niðri sem og flestar opinberar samgöngur í landinu eftir að sólarhringslangt allsherjarverkfall hófst í landinu í gærkvöldi.

Flugumferðarstjórar og starfsmenn lestarkerfisins í Lissabon voru þeir fyrstu til að fara í verkfall en hundruð þúsunda Portúgala bætast við í dag þar á meðal kennarar og starfsfólk sjúkrahúsa.

Í frétt um málið á BBC segir að um stærsta verkfall sé að ræða í sögu Portúgal en það nýtur stuðnings tveggja stærstu verkalýðsfélaga landsins sem samtals eru með yfir milljón félaga. Verkfallinu er ætlað að mótmæla niðurskurðaráformum stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×