Erlent

Ölvaður ökumaður tilkynnti sjálfan sig

Ungur maður í Wisconsin í Bandaríkjunum hringdi á lögregluna og bað um að vera handtekinn. Hann taldi sig vera of drukkinn til að geta keyrt bílinn sem hann ók.

Honum var sagt að leggja bílnum og bíða eftir lögregluþjónum.

Þegar komið var á lögreglustöðina blés pilturinn í áfengismæli. Hann reyndist vera langt yfir áfengismörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×