Erlent

Medvedev óánægður með áætlanir Bandaríkjanna

Dmítry Medvedev, forseti Rússlands.
Dmítry Medvedev, forseti Rússlands. mynd/AFP
Dmítry Medvedev, forseti Rússlands, hefur gefið til kynna að flugskeytum verði beint að ríkjum Evrópusambandsins ef yfirvöld í Bandaríkjunum láti ekki af áætlunum sínum varðandi flugskeytavarnir.

Áætlanir yfirvalda í Washington gera ráð fyrir að flugskeytavarnir verði reistar fyrir árið 2020. Medvedev segir varnirnar vera ógn við kjarnorkumátt Rússlands.

Loftvarnaveggurinn sem Bandaríkin vilja reisa er hugsaður sem vörn gegn langdrægum flugskeytum Írans og fleiri landa.

Upphaflega áttu varnirnar að vera reistar í Póllandi og Tékklandi en eftir að Barack Obama tók við forsetaembætti var áætlunin dregin til baka og endurmetin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×