Erlent

Eftirlitsmenn komnir til Íran

Eftirlitsmenn frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni funda með írönskum þarlendum stjórnvöldum um kjarnorkuáætlun landsins næstu þrjá daga.

Erlent

300 mótmælendur handteknir

Um þrjú hundruð mótmælendur úr Occupy hreyfingunni voru handteknir í Oakland í Bandaríkjunum í gærkvöldi eftir að þeir höfðu reynt að brjóta sér leið inn í ráðhús borgarinnar og ráðstefnuhús í grenndinni. Lögreglan sprautaði táragasi og kastaði reyksprengjum yfir mótmælenda hópinn sem létu steinum, flöskum og öðrum hlutum rigna yfir lögregluna á móti. Occupy hreyfingin hefur valdið usla í mörgum bandarískum borgum undanfarna mánuði en mótmælin hófust á Wall Street í New York á síðasta ári.

Erlent

Harmleikur í Perú: 27 brunnu inni

Að minnsta kosti 27 fórust þegar eldur kom upp á meðferðarheimili í Lima, höfuðborg Perú, í gær. Um tíu eru alvarlega slasaðir en öll fórnarlömbin eru karlmenn. Samvkæmt slökkviliðsstjóra borgarinnar lokuðust sjúklingarnir inni á heimilinu þar sem ekki var hægt að opna hurðirnar innan frá. Slökkviliðsmenn þurftu að brjóta veggi til að bjarga fólki. Eldsupptök eru ókunn en lögreglan rannsakar málið.

Erlent

Undrabarn frá Kína sér í myrkri

Nong Youhui er ekki venjulegur drengur, það er nokkuð ljóst. Hann getur nefnilega séð jafnvel í myrkri og í birtu. Í myrkrinu glóa augu hans eins og í ketti en þau eru alveg skærblá.

Erlent

Ætlar að halda áfram jafnvel þótt hann tapi í Flórída

Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í gær að hann hygðist berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins alveg fram að landsfundi flokksins í sumar, jafnvel þótt hann myndi tapa fyrir Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra í Massachusetts, í forvalinu í Florída á þriðjudaginn.

Erlent

Læknir trúir ekki á Darwin

Norskum lækni var neitað um vinnu á spítala vegna þess að hann trúir ekki á þróunarkenningu Darwins. Yfirmenn á spítalanum sögðu of mikinn mun á lífsskoðunum til að upp gæti gengið að hann starfaði þar.

Erlent

Blaðamenn The Sun handteknir

Breska lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum götublaðsins The Sun í morgun stuttu eftir að hafa handtekið einn lögreglumann og fjóra starfsmenn blaðsins í tengslum við meintar mútugreiðslur.

Erlent

Vilja forrit sem les Facebook

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur leitað til hugbúnaðarhönnuða um að búa til forrit sem geri FBI kleift að leita að ýmiss konar upplýsingum á samskiptavefjum á borð við Facebook og Twitter.

Erlent

Ferris Bueller snýr aftur

Sýnishorn úr væntanlegri auglýsingu gefur til kynna að Ferris Bueller sé væntanlegur á hvíta tjaldið á ný. Auglýsingin verður sýnd á úrslitaleik NFL deildarinnar í amerískum fótbolta, Super Bowl.

Erlent

Timeline komin til að vera á Facebook

Stjórnendur Facebook sæta nú gagnrýni frá notendum síðunnar eftir að Timeline var gert að stöðluðu prófílsniði. Timeline var opinberað í september á síðasta ári og gátu notendur valið um hvort þeir nýttu sér nýjungina.

Erlent