Erlent Slim enn auðugastur Mexíkóski fjarskiptajöfurinn Carlos Slim Helu telst vera ríkasti maður heims, þriðja árið í röð, samkvæmt lista viðskiptatímaritsins Forbes. Alls er hann talin eiga 69 milljarða dala, en sú fjárhæð samsvarar 8.600 milljörðum króna eða ríflega fimmfaldri landsframleiðslu Íslendinga. Bandaríkjamennirnir Bill Gates og Warren Buffet eru í öðru og þriðja sæti listans, Gates með 61 milljarð dala og Buffet með 44 milljarða. Erlent 12.3.2012 06:00 Myrti níu börn og sjö fullorðna Bandarísk stjórnvöld búa sig nú undir mótmæli og hefndaraðgerðir, eftir að bandarískur hermaður skaut sextán óbreytta borgara til bana í suðurhluta Afganistan aðfaranótt sunnudags. Þar af voru níu börn. Engar skýringar eru á ódæðunum, en samkvæmt AP fréttastöðinni gekk maðurinn út af herstöð sinni að nóttu til og réðst inn á allavega þrjú heimili í nágrenninu og skaut á íbúana. Hamid Karzai, forseti Afganistan, sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í gær, þar sem hann sagði morðin ófyrirgefanleg. Hann krafðist skýringa frá yfirvöldum í Washington. Erlent 12.3.2012 05:00 Lögreglan frelsaði 24 þúsund konur og börn Árið 2011 frelsaði kínverska lögreglan 8.660 börn og 15.458 konur sem hafði verið rænt. Flestum þeirra var bjargað í áhlaupum lögreglunnar á gengi mannræningja. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ráðuneyti öryggismála í Kína. Þau brottnumdu höfðu flest verið seld til ættleiðingar eða neydd til að stunda vændi. Erlent 12.3.2012 04:00 Lifa í stöðugum ótta við ósýnilega hættu „Í raun og veru er ekki óhætt að búa hér," segir Yoshiko Ota. „En við búum hérna." Hún býr í 40 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum í Japan fyrir einu ári. Eins og margir aðrir íbúar þar er hún haldin stöðugum ótta. Erlent 12.3.2012 02:00 Fundu 1300 ára gamla fjöldagröf Fjöldagröf sem talin var 50 ára gömul reyndist talsvert eldri en svo, eða 1300 ára gömul. Líkamsleifar 167 einstaklinga fundust í gröfinni samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Erlent 11.3.2012 23:00 Ódæðið í Afganistan: Skaut níu börn og þrjár konur Voðaverkin í Afganistan í dag eru olía á eld þar í landi en forseti Afganista, Hamid Karzai, krefst skýringar á morðunum og segir athæfið einfaldlega ófyrirgefanlegt. Erlent 11.3.2012 17:25 Tilbúinn að draga Frakkland út úr Schengen samstarfinu Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hótar að draga Frakkland út úr Schengen samstarfinu ef Evrópusambandið herðir ekki á eftirliti sínu með ólöglegum innflytjendum. Erlent 11.3.2012 15:50 Tókýó þagnaði í eina mínútu Keisari Japans ávarpaði þjóð sína í dag þegar þess var minnst að eitt ár er liðið frá jarðskjálftinn skók landið og flóðbylgja fylgdi á eftir með þeim afleiðingum að minnst 20 þúsund manns. Þetta er í annað skiptið sem hann ávarpar þjóðina í beinni útsendingu, síðast var það skömmu eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Erlent 11.3.2012 14:23 Skaut konur og börn með köldu blóði - minnsta kosti 16 látnir Að minnsta kosti sextán manns eru látnir eftir að bandarískur hermaður réðist á tvö heimili í Afganistan og myrti íbúa þeirra. Meðal þeirra sem hermaðurinn myrti eru konur og börn. Fimm eru slasaðir eftir árásina. Erlent 11.3.2012 13:29 Bandarískur hermaður fór um og skaut saklausa borgara í Afganistan Bandarískur hermaður fór um í grennd við borgina Kandahar í Afganistan í morgun og skaut á óbreytta borgara. Erlent 11.3.2012 10:20 Hátt í tvö þúsund heimilislausir eftir eldsvoða í Perú Hátt í sexhundruð heimili urðu eldsvoða að bráð í tveimur íbúðarhverfum í Lima höfuðborg Perú í gær. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið en þarlend yfirvöld hafa reist tjaldbúðir fyrir rúmlega sextánhundruð manns sem misstu heimili sín. Erlent 11.3.2012 10:18 Ár liðið frá náttúruhamförum í Japan Í dag er eitt ár er liðið því að jarðskjálfti upp á 9 á richter skók japanska jörð og flóðbylgja skall á landinu með þeim afleiðingum að um tuttugu þúsund létu lífið og mörg þúsund neyddust til að yfirgefa heimili sín Erlent 11.3.2012 10:08 Dularfullur blossi í beinni útsendingu Fréttastöðin KSAZ-TV, í Phoenix í Bandaríkjunum, náði sérkennilegum blossa á myndband þegar sjónvarpskona flutti fréttir af veðri á fimmtudagsmorgun. Samkvæmt frétt AP um málið er ekki vitað hvað olli blossanum sem líkist sprengingu. Erlent 10.3.2012 23:00 Grunur að olía leki úr gámaskipi nærri ströndum Noregs Gámaskip strandaði skammt frá suðvesturströnd Noregs í gær en grunur leikur á að skipið leki olíu. Samkvæmt AP fréttastofunni var skipið með 280 þúsund lítra af olíu um borð og 67 þúsund lítra af dísel. Fjórtán manna áhöfn sem var frá Rússlandi, Filippseyjum og Úkraníu. Enginn þeirra slasaðist við strandið. Erlent 10.3.2012 14:09 Forseti Sýrlands útilokar pólitískar viðræður Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, sagði á fundi með Kofi Annan, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að það væri ekki hægt að eiga í pólitískum samskiptum í Sýrlandi á meðan vopnaðir hryðjuverkahópar væri virkir. Þarna vísar hann til vopnaðra andspyrnu í Sýrlandi sem hefur reynt að koma al-Assad frá völdum. Erlent 10.3.2012 13:49 Venizelos fagnar nýju tækifæri „Í fyrsta sinn í sögu landsins höfum við tækifæri á að draga verulega úr skuldum ríkisins,“ sagði Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, þegar hann kynnti niðurstöður viðræðna við helstu lánardrottna ríkisins úr einkageiranum í gærmorgun. Erlent 10.3.2012 12:00 Kofi Annan reynir að miðla málum í Sýrlandi Kofi Annan, sérlegur sendimaður Sameinuðu Þjóðanna og Arababandalagsins, mun funda með Bashar al Assad Sýrlandsforseta í Damaskus í dag, degi eftir að sýrlenski stjórnarherinn felldi sextíu og átta manns hið minnsta í borginni Homs. Erlent 10.3.2012 10:30 Flugfreyja fríkaði út: Sagði flugvélina vera að hrapa Það varð uppi mikið fjaðrafok á alþjóðaflugvellinum í Dallas í gær þegar flugfreyja á vegum flugfélagsins American Airline tilkynnti farþegum sínum rétt fyrir flugtak að flugvélin myndi hrapa og nefndi í sömu andrá hryðjuverkaárásir. Erlent 10.3.2012 10:24 Páfinn varar við hjónaböndum samkynhneigðra Benedikt páfi varaði við giftingum samkynhneigðra í ræðu sinni sem hann hélt í tilefni þess að bandarískir biskupar eru í heimsókn í Vatíkaninu. Erlent 10.3.2012 10:16 Hvítlaukssvikari dæmdur í sex ára fangelsi Írinn Paul Begley, sem var einn umsvifamesti ávaxtasali Írlands, var dæmdur í sex ára fangelsi á dögunum fyrir stórfellt skattasvindl. Hann flutti inn hvítlauk frá Kína yfir fjögurra ára tímabil en merkti vöruna sem epli. Erlent 10.3.2012 09:57 Tvífari Kim Jong-il á erfitt með að komast á stefnumót William Cheong frá Bretlandi hefur ekki farnast vel í ástarlífinu. Hann hefur átt afar erfitt með að komast á stefnumót enda er hann nauðalíkur Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtoga Norður-Kóreu. Erlent 9.3.2012 23:00 Bardagamaður réðst gegn ræningjum með spjóti Neil Ashton tók á móti innbrotsþjófum með tveggja metra spjóti og margra ára reynslu af klassískum skylmingum þegar þeir hugðust fara ránshendi um krá hans í Rochdale á Bretlandi. Erlent 9.3.2012 22:00 Titanic í nýju ljósi Vísindamenn hafa birt sónarmyndir af áætlunarskipinu Titanic sem sökk fyrir tæpum 100 árum. Myndirnar sína slysstaðinn af mikilli nákvæmni og varpa nýju ljósi á skipsbrotið. Erlent 9.3.2012 21:30 Setrið úr Home Alone slegið á 1.5 milljón dollara Húsið úr kvikmyndinni Home Alone frá 1990 hefur loks verið selt. Eigendur hússin fengu rúmlega 1.5 milljón dollara fyrir glæsihýsið en það er margfalt minna en það sem upphaflega var farið fram á. Erlent 9.3.2012 20:30 Bild hættir að birta nektarmyndir Þýska æsifréttablaðið Bild hefur ákveðið að snúa baki við áralangri hefð sinni að birta ljósmyndir af nöktum konum á forsíðunni. Hefðin er rótgróin og hefur verið við lýði í 28 ár. Erlent 9.3.2012 13:58 Obama fagnar Kony 2012 herferðinni Barack Obama, Bandaríkjaforseti, fagnar Kony 2012 herferðinni og segir kvikmyndagerðamennina sem standa að baki verkefninu hafa unnið mikið afrek. Erlent 9.3.2012 13:20 Hugsanlegt að afbrýðissemi hafi fellt Osama bin Laden Það er vel hugsanlegt að Osama bin Laden fyrrum leiðtogi al-Kaída hafi fallið vegna afbrýðissemi einnar af eiginkonum sínum. Erlent 9.3.2012 09:46 Sjófuglum hefur fækkað verulega í heiminum Ný rannsókn bendir til að fækkun sjófugla sé ekki eingöngu bundin við Ísland heldur sé þetta orðið að vandamáli um allan heim. Erlent 9.3.2012 07:43 Grænlendingar furða sig á Greenpeace í Noregi Grænlendingar furða sig á því að Greenpeace samtökin í Noregi eru farin að krefjast þess að öll fyrirhuguð olíuvinnsla við Grænland verði stöðvuð. Hinsvegar sjái Greenpeace í Noregi ekkert athugavert við að Norðmenn sjálfir séu að bora eftir olíu í Barentshafi. Erlent 9.3.2012 07:40 Upprættu alþjóðlegan barnaklámshring Lögreglan í Bandaríkjunum og Ítalíu hefur upprætt alþjóðlegan barnaklámshring. Tíu manns voru handteknir í Bandaríkjunum, Ítalíu, Frakklandi og Portúgal vegna málsins og yfir 100 manns eru þar að auki til rannsóknar vegna aðildar sinnar að hringnum. Erlent 9.3.2012 07:38 « ‹ ›
Slim enn auðugastur Mexíkóski fjarskiptajöfurinn Carlos Slim Helu telst vera ríkasti maður heims, þriðja árið í röð, samkvæmt lista viðskiptatímaritsins Forbes. Alls er hann talin eiga 69 milljarða dala, en sú fjárhæð samsvarar 8.600 milljörðum króna eða ríflega fimmfaldri landsframleiðslu Íslendinga. Bandaríkjamennirnir Bill Gates og Warren Buffet eru í öðru og þriðja sæti listans, Gates með 61 milljarð dala og Buffet með 44 milljarða. Erlent 12.3.2012 06:00
Myrti níu börn og sjö fullorðna Bandarísk stjórnvöld búa sig nú undir mótmæli og hefndaraðgerðir, eftir að bandarískur hermaður skaut sextán óbreytta borgara til bana í suðurhluta Afganistan aðfaranótt sunnudags. Þar af voru níu börn. Engar skýringar eru á ódæðunum, en samkvæmt AP fréttastöðinni gekk maðurinn út af herstöð sinni að nóttu til og réðst inn á allavega þrjú heimili í nágrenninu og skaut á íbúana. Hamid Karzai, forseti Afganistan, sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í gær, þar sem hann sagði morðin ófyrirgefanleg. Hann krafðist skýringa frá yfirvöldum í Washington. Erlent 12.3.2012 05:00
Lögreglan frelsaði 24 þúsund konur og börn Árið 2011 frelsaði kínverska lögreglan 8.660 börn og 15.458 konur sem hafði verið rænt. Flestum þeirra var bjargað í áhlaupum lögreglunnar á gengi mannræningja. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ráðuneyti öryggismála í Kína. Þau brottnumdu höfðu flest verið seld til ættleiðingar eða neydd til að stunda vændi. Erlent 12.3.2012 04:00
Lifa í stöðugum ótta við ósýnilega hættu „Í raun og veru er ekki óhætt að búa hér," segir Yoshiko Ota. „En við búum hérna." Hún býr í 40 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum í Japan fyrir einu ári. Eins og margir aðrir íbúar þar er hún haldin stöðugum ótta. Erlent 12.3.2012 02:00
Fundu 1300 ára gamla fjöldagröf Fjöldagröf sem talin var 50 ára gömul reyndist talsvert eldri en svo, eða 1300 ára gömul. Líkamsleifar 167 einstaklinga fundust í gröfinni samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Erlent 11.3.2012 23:00
Ódæðið í Afganistan: Skaut níu börn og þrjár konur Voðaverkin í Afganistan í dag eru olía á eld þar í landi en forseti Afganista, Hamid Karzai, krefst skýringar á morðunum og segir athæfið einfaldlega ófyrirgefanlegt. Erlent 11.3.2012 17:25
Tilbúinn að draga Frakkland út úr Schengen samstarfinu Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hótar að draga Frakkland út úr Schengen samstarfinu ef Evrópusambandið herðir ekki á eftirliti sínu með ólöglegum innflytjendum. Erlent 11.3.2012 15:50
Tókýó þagnaði í eina mínútu Keisari Japans ávarpaði þjóð sína í dag þegar þess var minnst að eitt ár er liðið frá jarðskjálftinn skók landið og flóðbylgja fylgdi á eftir með þeim afleiðingum að minnst 20 þúsund manns. Þetta er í annað skiptið sem hann ávarpar þjóðina í beinni útsendingu, síðast var það skömmu eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Erlent 11.3.2012 14:23
Skaut konur og börn með köldu blóði - minnsta kosti 16 látnir Að minnsta kosti sextán manns eru látnir eftir að bandarískur hermaður réðist á tvö heimili í Afganistan og myrti íbúa þeirra. Meðal þeirra sem hermaðurinn myrti eru konur og börn. Fimm eru slasaðir eftir árásina. Erlent 11.3.2012 13:29
Bandarískur hermaður fór um og skaut saklausa borgara í Afganistan Bandarískur hermaður fór um í grennd við borgina Kandahar í Afganistan í morgun og skaut á óbreytta borgara. Erlent 11.3.2012 10:20
Hátt í tvö þúsund heimilislausir eftir eldsvoða í Perú Hátt í sexhundruð heimili urðu eldsvoða að bráð í tveimur íbúðarhverfum í Lima höfuðborg Perú í gær. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið en þarlend yfirvöld hafa reist tjaldbúðir fyrir rúmlega sextánhundruð manns sem misstu heimili sín. Erlent 11.3.2012 10:18
Ár liðið frá náttúruhamförum í Japan Í dag er eitt ár er liðið því að jarðskjálfti upp á 9 á richter skók japanska jörð og flóðbylgja skall á landinu með þeim afleiðingum að um tuttugu þúsund létu lífið og mörg þúsund neyddust til að yfirgefa heimili sín Erlent 11.3.2012 10:08
Dularfullur blossi í beinni útsendingu Fréttastöðin KSAZ-TV, í Phoenix í Bandaríkjunum, náði sérkennilegum blossa á myndband þegar sjónvarpskona flutti fréttir af veðri á fimmtudagsmorgun. Samkvæmt frétt AP um málið er ekki vitað hvað olli blossanum sem líkist sprengingu. Erlent 10.3.2012 23:00
Grunur að olía leki úr gámaskipi nærri ströndum Noregs Gámaskip strandaði skammt frá suðvesturströnd Noregs í gær en grunur leikur á að skipið leki olíu. Samkvæmt AP fréttastofunni var skipið með 280 þúsund lítra af olíu um borð og 67 þúsund lítra af dísel. Fjórtán manna áhöfn sem var frá Rússlandi, Filippseyjum og Úkraníu. Enginn þeirra slasaðist við strandið. Erlent 10.3.2012 14:09
Forseti Sýrlands útilokar pólitískar viðræður Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, sagði á fundi með Kofi Annan, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að það væri ekki hægt að eiga í pólitískum samskiptum í Sýrlandi á meðan vopnaðir hryðjuverkahópar væri virkir. Þarna vísar hann til vopnaðra andspyrnu í Sýrlandi sem hefur reynt að koma al-Assad frá völdum. Erlent 10.3.2012 13:49
Venizelos fagnar nýju tækifæri „Í fyrsta sinn í sögu landsins höfum við tækifæri á að draga verulega úr skuldum ríkisins,“ sagði Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, þegar hann kynnti niðurstöður viðræðna við helstu lánardrottna ríkisins úr einkageiranum í gærmorgun. Erlent 10.3.2012 12:00
Kofi Annan reynir að miðla málum í Sýrlandi Kofi Annan, sérlegur sendimaður Sameinuðu Þjóðanna og Arababandalagsins, mun funda með Bashar al Assad Sýrlandsforseta í Damaskus í dag, degi eftir að sýrlenski stjórnarherinn felldi sextíu og átta manns hið minnsta í borginni Homs. Erlent 10.3.2012 10:30
Flugfreyja fríkaði út: Sagði flugvélina vera að hrapa Það varð uppi mikið fjaðrafok á alþjóðaflugvellinum í Dallas í gær þegar flugfreyja á vegum flugfélagsins American Airline tilkynnti farþegum sínum rétt fyrir flugtak að flugvélin myndi hrapa og nefndi í sömu andrá hryðjuverkaárásir. Erlent 10.3.2012 10:24
Páfinn varar við hjónaböndum samkynhneigðra Benedikt páfi varaði við giftingum samkynhneigðra í ræðu sinni sem hann hélt í tilefni þess að bandarískir biskupar eru í heimsókn í Vatíkaninu. Erlent 10.3.2012 10:16
Hvítlaukssvikari dæmdur í sex ára fangelsi Írinn Paul Begley, sem var einn umsvifamesti ávaxtasali Írlands, var dæmdur í sex ára fangelsi á dögunum fyrir stórfellt skattasvindl. Hann flutti inn hvítlauk frá Kína yfir fjögurra ára tímabil en merkti vöruna sem epli. Erlent 10.3.2012 09:57
Tvífari Kim Jong-il á erfitt með að komast á stefnumót William Cheong frá Bretlandi hefur ekki farnast vel í ástarlífinu. Hann hefur átt afar erfitt með að komast á stefnumót enda er hann nauðalíkur Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtoga Norður-Kóreu. Erlent 9.3.2012 23:00
Bardagamaður réðst gegn ræningjum með spjóti Neil Ashton tók á móti innbrotsþjófum með tveggja metra spjóti og margra ára reynslu af klassískum skylmingum þegar þeir hugðust fara ránshendi um krá hans í Rochdale á Bretlandi. Erlent 9.3.2012 22:00
Titanic í nýju ljósi Vísindamenn hafa birt sónarmyndir af áætlunarskipinu Titanic sem sökk fyrir tæpum 100 árum. Myndirnar sína slysstaðinn af mikilli nákvæmni og varpa nýju ljósi á skipsbrotið. Erlent 9.3.2012 21:30
Setrið úr Home Alone slegið á 1.5 milljón dollara Húsið úr kvikmyndinni Home Alone frá 1990 hefur loks verið selt. Eigendur hússin fengu rúmlega 1.5 milljón dollara fyrir glæsihýsið en það er margfalt minna en það sem upphaflega var farið fram á. Erlent 9.3.2012 20:30
Bild hættir að birta nektarmyndir Þýska æsifréttablaðið Bild hefur ákveðið að snúa baki við áralangri hefð sinni að birta ljósmyndir af nöktum konum á forsíðunni. Hefðin er rótgróin og hefur verið við lýði í 28 ár. Erlent 9.3.2012 13:58
Obama fagnar Kony 2012 herferðinni Barack Obama, Bandaríkjaforseti, fagnar Kony 2012 herferðinni og segir kvikmyndagerðamennina sem standa að baki verkefninu hafa unnið mikið afrek. Erlent 9.3.2012 13:20
Hugsanlegt að afbrýðissemi hafi fellt Osama bin Laden Það er vel hugsanlegt að Osama bin Laden fyrrum leiðtogi al-Kaída hafi fallið vegna afbrýðissemi einnar af eiginkonum sínum. Erlent 9.3.2012 09:46
Sjófuglum hefur fækkað verulega í heiminum Ný rannsókn bendir til að fækkun sjófugla sé ekki eingöngu bundin við Ísland heldur sé þetta orðið að vandamáli um allan heim. Erlent 9.3.2012 07:43
Grænlendingar furða sig á Greenpeace í Noregi Grænlendingar furða sig á því að Greenpeace samtökin í Noregi eru farin að krefjast þess að öll fyrirhuguð olíuvinnsla við Grænland verði stöðvuð. Hinsvegar sjái Greenpeace í Noregi ekkert athugavert við að Norðmenn sjálfir séu að bora eftir olíu í Barentshafi. Erlent 9.3.2012 07:40
Upprættu alþjóðlegan barnaklámshring Lögreglan í Bandaríkjunum og Ítalíu hefur upprætt alþjóðlegan barnaklámshring. Tíu manns voru handteknir í Bandaríkjunum, Ítalíu, Frakklandi og Portúgal vegna málsins og yfir 100 manns eru þar að auki til rannsóknar vegna aðildar sinnar að hringnum. Erlent 9.3.2012 07:38