Erlent

Stal málverki eftir Dali - skilaði því viku síðar með pósti

Salvador Dali.
Salvador Dali.
Málverki eftir spænska súrrealistann Salvador Dali var stolið fyrir vikur síðan úr galleríi í New York. Samkvæmt fréttavef BBC þá var teikningunni skilað og það með pósti. Það var í síðustu viku sem verkinu Cartel des Don Juan Tenorio var stolið úr gallerínu.

Verkið er lítið en á öryggismyndavélum mátti sjá mann taka verkið af veggnum og koma því fyrir í plastpoka sem hann var með á sér.

Nokkrum dögum síðar fékk galleríið tölvupóst með skilaboðunum að verkið væri á leiðinni með pósti. Í ljós kom að verkið var sent frá Evrópu frá fölsku heimilisfangi.

Verkið var í góðu ásigkomulagi þegar það loksins kom til Bandaríkjanna. Verkið er metið á tæplega 20 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×