Erlent

Sonur MJ handtekinn

JHH skrifar
Jordam er væntanlega óhress.
Jordam er væntanlega óhress.
Marcus Jordan, sonur körfuboltasnillingsins Michael Jordan, var handtekinn í dag fyrir utan hotel í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum. Þegar lögreglumenn komu að hótelinu sáu þeir að öryggisverðir voru að reyna að yfirbuga Marcus. Hann hafði áður átt í útistöðum við tvær konur við innkeyrsluna að hótelinu. Marcus mun hafa látið mjög ófriðlega og verið mjög drukkinn. Fjölmarga lögreglumenn þurfti til að handjárna hann. Hann var kærður og því næst var hann látinn laus.

AP fréttastofan sagði frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×