Erlent

Hægt að skilja börn eftir í kassa

Heilbrigðisyfirvöld taka þau börn sem sett eru í vöggurnar. Þeim er síðan komið í fóstur og seinna ættleidd. Nordic photos/afp
Heilbrigðisyfirvöld taka þau börn sem sett eru í vöggurnar. Þeim er síðan komið í fóstur og seinna ættleidd. Nordic photos/afp
Nokkur Evrópuríki hafa sett upp box á víðavangi ætluð þeim sem vilja losa sig við hvítvoðunga. Þessi box ganga jafnan undir nafninu barnavöggur.

Vöggurnar líkjast pósthólfi sem er fóðrað og upphitað. Þær eru tengdar stjórnstöð þannig að heilbrigðisstarfsmenn geti sótt barnið um leið og það er sett í vögguna. Vinsældir vöggunnar hafa farið vaxandi en þær má meðal annars finna í Þýskalandi, Austurríki, Póllandi, Ungverjalandi og ríkjum í Austur-Evrópu. Þetta kemur fram á vef BBC.

Börnum sem finnast í vöggunum er komið í fóstur og seinna gefin til ættleiðingar. Hægt er að taka barnið til baka innan ákveðins tíma, áður en ættleiðingin á sér stað. Í Hamborg hafa 42 börn fundist í barnavöggum á síðustu tíu árum. Fjórtán þeirra hafa verið sótt seinna af mæðrum sínum.

Barnavöggurnar eru mjög umdeildar. Sameinuðu þjóðirnar hafa bent á að verið sé að brjóta á réttindum barnanna, því engin leið er fyrir sum þeirra að vitja uppruna síns. Aðrir hafa bent á að ofbeldismenn og hórmangarar geti komið óvelkomnum börnum fyrir í boxunum. Mæður þurfi aðra hjálp en þessa. - ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×