Erlent

Ræsa fyrsta kjarnorkuverið í Japan eftir Fukushima-slysið

Kjarnorkuverið í Fukushima.
Kjarnorkuverið í Fukushima.
Hundruð manns mótmæltu endurræsingu á kjarnorkuveri í bænum Ohi í Japan í dag, en það verður fyrsta kjarnorkuverið í Japan sem verður endurræst eftir að slökkt var á öllum kjarnorkuverum í landinu eftir jarðskjálftann í Japan. Þá er skemmst að minnast þess að jarðskjálftinn, og flóðbylgja sem kom í kjölfarið, varð til þess að kjarnorkuverið í Fukushima bræddi úr sér. Það slys er talið alvarlegasta kjarnorkuslys sem hefur orðið í heiminum síðan í Tsjernobil árið 1986.

Það var í síðasta mánuði sem forsætisráðherra Japans tilkynnti um að það væri brýn nauðsyn að endurræsa verið vegna efnahagsins í landinu. Málið hefur klofið þjóðina í tvær fylkingar samkvæmt BBC.

650 manns mótmæltu vegna endurræsingarinnar en 100 mótmælendur lögðust á götuna og vörnuðu vinnumönnum að komast að verinu. Þrátt fyrir kröftug mótmæli verður ofninn ræstur og er talið að hann verði farinn að framleiða rafmagn á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×