Erlent

Biður pönkurum vægðar

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur rússneska dómara til að fara mildum höndum um femínistana í pönkhljómsveitinni Pussy Riot, sem gerðu usla í helstu kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu í vor.

Erlent

Allsherjarþingið fordæmir stjórn Assads

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmir Sýrlandsstjórn fyrir að beita þungavopnum á almenning og skorar á öryggisráðið að grípa til aðgerða. Ísland er meðal þeirra ríkja sem stóðu að ályktuninni, sem 133 ríki samþykktu.

Erlent

Beyoncé leiðir herferð fyrir mannúðarstarf

Beyoncé verður í broddi fylkingar í herferð sem Sameinuðu Þjóðirnar hófu í dag til að hvetja fólk til að vinna að velferð annarra. Á alþjóðlega degi mannúðarstarfs, sem verður 19. ágúst, er vonast til að herferðin hafi náð til eins milljarðs manna.

Erlent

Móðir Assange óttast að sonur sinn hljóti dauðarefsingu

Móðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, fullyrðir að málatilbúnaðurinn á hendur syni sínum séu pólitískar ofsóknir. Hún hefur áhyggjur af því að hann verði dæmdur til dauða ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna. Hún hitti forseta Ekvador á miðvikudaginn, en Assange hefur sótt um pólitískt hæli í Ekvador.

Erlent

Putin vill væga dóma yfir Pussy Riot

Vladimir Putin forseti Rússlands segir að stúkurnar þrjár í pönkhljómsveitinni Pussy Riot eigi ekki að hljóta þunga dóma fyrir mótmælaaðgerðir þeirra gegn sér.

Erlent

Elsti flóðhestur heimsins er dáinn

Elsti flóðhestur heimsins er allur. Um var að ræða flóðhestinn Donnu sem verið hafði til sýnis í dýragarðinum í bænum Evansville í Indíana í Bandaríkjunum frá árinu 1956.

Erlent

Stórveldatafl iðkað í Sýrlandi

Andstaða Rússa við að þrýsta á Assadstjórnina í Sýrlandi með refsiaðgerðum á sér djúpar sögulegar rætur og tengist hagsmunum gömlu stórveldanna. Guðsteinn Bjarnason ræddi við Hauk Hauksson stjórnmálafræðing sem búið hefur í Moskvu í tvo áratugi.

Erlent

Rís raunverulegur Júragarður í Ástralíu?

Orðrómur er nú á kreiki um að umdeildur auðmaður frá Ástralíu muni brátt leggjast í framkvæmdir á raunverulegum Júragarði. Talið er vísindamenn sem komu að klónun kindarinnar Dolly vinni að verkefninu.

Erlent

Prometheus verður þríleikur

Svo virðist sem að breski leikstjórinn Ridley Scott sé ekki reiðubúinn að yfirgefa söguheim Prometheus. Hann tilkynnti í dag að tvær framhaldsmyndir væru í bígerð.

Erlent

Óhugnanlegar myndir frá æfingum kínverskra barna

Fjölmiðlar veltu því fyrir sér á dögunum hvort að Ye Shiwen, kínversk sundkona, sem sló heimsmet í 400 metra fjórsundi um meira en sekúndu, og synti hraðar en karlkyns sundkappi í sömu grein, hafi verið á ólöglegum lyfjum þegar hún sló heimsmetið.

Erlent

Pabbi Breiviks skrifar bók um hann

Pabbi Anders Behring Breivik ætlar að skrifa bók um son sinn. Pabbinn heitir Jens Breivik er 76 ára gamall og býr í Frakklandi. Breivik myrti, sem kunnugt er, 76 í Osló og Útey í Noregi þann 22. júlí í fyrra. Hann hefur staðfest við útvarpsstöðina P4 í Noregi að hann hyggist skrifa bók um soninn. "Já, það passar, en ég vil ekki tjá mig neitt um það," segir hann í samtali við P4. P4 hefur verið í sambandi við stærstu bókaforlög í Noregi, en enginn af þeim hefur fengið handrit frá pabba Breiviks. Forlögin eru þó mjög áhugasöm um að ræða við hann.

Erlent

Aftökur í Damaskus í gær

Hersveitir stjórnarinnar í Sýrlandi fóru hús úr húsi í höfuðborg landsins, Damaskus, í gær, skoðuðu skilríki fólks og tóku að sögn fjölda fólks af lífi. Ríkisrekin sjónvarpsstöð sagði í kjölfarið frá því að "tugir hryðjuverkamanna" hefðu gefist upp eða verið teknir af lífi. Frá þessu er sagt

Erlent

Kúabændur blása til mótmæla

Kúabændur í löndum Evrópusambandsins hafa blásið til mótmæla að undanförnu vegna lækkandi mjólkurverðs á síðustu vikum. Frá þessu er sagt á vef Landssambands kúabænda.

Erlent

Bardagar í Aleppo stigmagnast

Bardagar í borginni Aleppo í Sýrlandi hafa stigmagnast undanfarin sólarhring að því er fulltrúi sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í landinu greinir frá.

Erlent

Assad forseti hvetur herlið sitt til dáða

Segir örlög Sýrlands ráðast í orrustunni um Aleppo. Amnesty International fordæmir framferði stjórnarhersins og lýsir mannréttindabrotum hans í nýrri skýrslu. Öryggisráð S.Þ. hvatt til að draga Sýrland fyrir stríðsglæpadómstól.

Erlent