Erlent

Jörðin gleypti hana

Skólastúlka átti sér einskis ills von þar sem hún var á göngu í Norður Kína á dögunum en eins og meðfylgjandi myndband sýnir er eins og jörðin hafi gleypt hana. Gangstéttin brotnaði undan henni og hún féll niður í sex metra djúpa holu.

Erlent

Erfitt að spá fyrir um niðurstöðu í maí - fréttaskýring

Í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna á sunnudag gerðist það í fyrsta sinn að sitjandi forseti varð undir í atkvæðagreiðslunni. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, var með næstflest atkvæði í kosningunni, og 27 prósenta fylgi. Í fyrsta sætinu var François Hollande, með 28,44 prósenta fylgi. Í frönskum fjölmiðlum er því haldið fram að staða Hollande sé sterkari en forsetans fyrir kosningarnar 6. maí þegar kosið verður á milli þeirra, enda hafi hann haft betur í fyrstu umferðinni.

Erlent

Norður-Kórea hótar árásum

Yfirmenn hersins í Norður-Kóreu hótuðu í gær að eyða stjórnvöldum í Suður-Kóreu á örskotsstundu, ef ekki yrði lát á meintum ögrunum þaðan.

Erlent

Segist fórnarlamb kynþáttamisréttis

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik segir umræðu um geðheilsu sína einkennast af kynþáttamisrétti. Þetta sagði hann fyrir dómi í gær, en þar með lauk vitnisburði hans í málinu.

Erlent

Mikið mannfall í Homs í dag

Að minnsta kosti 20 manns létust í Sýrlandi í dag þegar stjórnarhermenn létu sprengjum rigna yfir borgina Homs. Samkvæmt andspyrnumönnum var mannfall mikið og eru margir sagðir særðir.

Erlent

Kapphlaupið um miðjuna er hafið

Hver er staða Mitts Romneys í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum? Þegar Rick Santorum tilkynnti að hann hygðist draga sig út úr baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust varð endanlega ljóst það sem lengi hafði stefnt í. Mitt Romney átti útnefninguna vísa.

Erlent

Japanska bolta rak til Alaska

Blakbolti og fótbolti sem nýlega fundust við strendur eyjunnar Middleton Island í Alaskaflóa, eru brak úr flóðbylgjunni sem gekk yfir Japan í fyrra.

Erlent

Breivik bað ópólitísk fórnarlömb afsökunar

Anders Behring Breivik bað í morgun aðstandendur þeirra sem hann drap í stjórnarráðshverfinu í Osló afsökunar á gerðum sínum. Aðstandendur ungmennanna sem hann drap í Útey fengu enga afsökunarbeiðni. Réttarhöldin vegna fjöldamorðanna 22. júlí síðastliðinn yfir Breivik héldu áfram í dag.

Erlent

Vítisenglar smygluðu tonni af hassi

Fjórir menn, þar af þrír núverandi og fyrrverandi meðlimir í mótorhjólasamtökunum Vítisenglum, hafa í Kaupmannahöfn verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfellt smygl á tæpu tonni af hassi til Danmerkur.

Erlent

Fara verður varlega í að bora eftir vatni

Grunnvatnsbirgðir djúpt undir yfirborðinu á meginlandi Afríku eru um 100 sinnum meiri en allt vatn á yfirborðinu í álfunni, samkvæmt rannsókn jarðvísindamanna. Þeir vara við að farið verði of geyst í að bora eftir vatninu.

Erlent

Njósnaflugvél endursmíðuð

Íranir eru að smíða endurgerð af ómannaðri bandarískri njósnavél sem herinn þar í landi gerði upptæka á síðasta ári. Írönum tókst að finna í vélinni upplýsingar um fyrri ferðir hennar og að sögn hershöfðingjans Amir Ali Hajizadeh hafði hún ferðast um norðvesturhluta Pakistan þar sem bandarískir hermenn fundu Osama Bin Laden og drápu hann.

Erlent

Ekki má reykja á vinnutíma

Stjórnarandstaðan í Danmörku hefur gagnrýnt ný reykingalög. Þeir telja að með lögunum séu reykingar gerðar meira spennandi fyrir ungt fólk, samkvæmt frétt Berlingske Tidende.

Erlent

Tugir þúsunda mótmæla í Prag

Tugir þúsunda manns gengu um götur Prag, höfuðborgar Tékklands, á laugardag til að mótmæla niðurskurði stjórnvalda. Þetta voru ein fjölmennustu mótmælin gegn stjórnvöldum í Tékklandi síðan kommúnisminn féll fyrir næstum 23 árum.

Erlent

Michael Jackson á tónleikaferðalag?

Poppgoðsögnin Michael Jackson gæti hugsanlega farið í tónleikaferð á næsta ári með bræðrum sínum. Jackson lést í júní árið 2009 vegna ofneyslu lyfja en hér er ekki verið að tala um að söngvarinn rísi upp frá dauðum heldur myndi Jackson koma fram með hjálp heilmyndartækni, eða hologram eins og það nefnist á ensku.

Erlent