Erlent

Móðir Breivik þarf ekki að bera vitni í réttarhöldunum

Réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik hefjast að nýju nú klukkan sjö að okkar tíma. Réttarhöldin hefjast á því að Breivik mun lesa upp yfirlýsingu en lögmaður hans segir að sá upplestur muni taka um 30 mínútur. Í yfirlýsingunni mun Breivk ætla að verja gjörðir sínar.

Erlent

Sumir jöklanna virðast stækka

Ný rannsókn á stærð jökla í Himalajafjöllunum sýnir að sumir jöklanna hafa stækkað umtalsvert á síðustu árum, á meðan aðrir hopa eins og jöklar annars staðar í heiminum á síðustu árum.

Erlent

Átök við landamæri Súdans

Átök hafa að nýju brotist út við landamæri Súdans og nýja ríkisins Suður-Súdans síðustu daga. Tekist er á um yfirráð yfir nokkrum bæjum og svæðum við landamærin sem bæði ríki gera tilkall til.

Erlent

Obama með 9% forskot á Romney

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, virðist hafa nokkuð gott forskot á helsta keppinaut sinn í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hefur Obama 9% forskot á Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts.

Erlent

Fyrsta degi réttarhalda lokið - Breivik tjáir sig í fyrramálið

Fyrsta degi réttarhaldanna yfir Anders Behring Breivik lauk í Osló eftir hádegið í dag. Í ræðu sinni sagði Geir Lippestad verjandi Breiviks að svo gæti farið að hann biðji um frestun sökum þess að saksóknari skilaði inn miklu magni gagna þremur dögum áður en réttarhöldin hófust.

Erlent

Þurfti að nauðlenda á Gatwick

Öllum flugum á Gatwick-flugvellinum í London í dag hefur verið aflýst um tíma eftir að flugvél á vegum flugfélagsins Virgin þurfti að nauðlenda á vellinum fyrir stundu vegna tæknilegra vandamála. Um 300 manns voru í vélinni og 13 áhafnarmeðlimir. Að sögn flugfélagsins ákvað flugstjórinn að koma inn til lendingar í öryggisskyni en ekki er ljóst hvað bilaði. Öllum flugbrautum hefur verið lokað og má búast við seinkunum á vellinum í dag. Flugvél á vegum Iceland Express sem átti að fara í loftið frá Gatwick kl. hálf tvö seinkar eitthvað vegna þessa.

Erlent

Grunaðir raðmorðingjar handteknir

Lögreglan í Frakklandi hefur nú handtekið tvo menn sem grunaðir eru um aðild að fjórum morðum sem framin voru í landinu. Talið er að um raðmorðingja sé að ræða en fyrsta morðið var framið í nóvember í fyrra og það fjórða í byrjun þessa mánaðar.

Erlent

Ætla að byggja dómkirkju úr pappa

Í bígerð er að byggja 25 metra háa dómkirkju í Nýsálensku borginni Christchurch en sú sem fyrir var í borginni eyðilagðist í jarðskjálftanum í fyrra. Nýja kirkjan verður 25 metrar á hæð og með sæti fyrir 700 manns.

Erlent

Bardagarnir í Kabúl stóðu yfir í 18 tíma

Bardögum í Kabúl, höfuðborg Afganistan lauk ekki fyrr en um sjöleytið á mánudagsmorgun að staðartíma. Höfðu þeir þá staðið sleitulaust í eina 18 tíma eftir að Talibanar og skæruliðar þeim hliðhollir efndu til fjölda árása í Kabúl og víðar í landinu.

Erlent

Vopnahléið að leysast upp í ófrið

Vopnahlé stríðandi fylkinga í Sýrlandi leystist upp í átök í gær einungis fjórum dögum eftir að því var lýst yfir. Stjórnarherinn skaut sprengjum á íbúðahverfi í borginni Homs þar sem stjórnarandstaðan ræður ríkjum.

Erlent

Breivik vill flytja nýja stefnuyfirlýsingu

Anders Behring Breivik vill lesa upp nýja stefnuyfirlýsingu þegar hann mætir fyrir rétt á morgun. Odd Gron, starfsmaður hjá Lippestad, verjanda Breiviks, segir að líklegast muni dómari banna honum að lesa hana upp.

Erlent

Hélt sína fyrstu ræðu

Kim Jong-un, nýr leiðtogi Norður Kóeru hélt sína fyrstu ræðu í dag í Pyongyang. Hann sagði að hann myndi heiðra arfleið föður síns og afa og leggja höfuðáherslu á her Norður-Kóreumanna. Hann lagði áherslu á það að Norður-Kóreumenn byggju yfir her sem væri reiðubúinn undir stríð hvenær sem er.

Erlent

Létu lífið í skýstrókum

Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar öflugir skýstrókar gengu yfir miðvestur ríki Bandaríkjanna í nótt. Skýstrókarnir ollu miklum skemmdum á mannvirkjum en bærinn Thurman í Iowa-ríki varð verst úti en stór hluti bæjarins er rústir einar eftir óveðrið. Að minnsta kosti 39 látið lífið í Bandaríkjum af völdum skýstróka það sem af er þessu ári.

Erlent

Slyssins minnst um allan heim

Í dag eru liðin 100 ár síðan að Titanic sökk með þeim afleiðingum að um 1500 manns fórust. Um sjö hundruð manns björguðust eftir að þeir höfðu yfirgefið skipið og farið í björgunarbáta. Slyssins er minnst með margvíslegum hætti víða um heim í dag. Meðal annars í Belfast, þar sem skipið var byggt. Minningarathöfn var haldin í nótt um borð í skipinu Balmoral sem er um þessar mundir að sigla sömu leið og Titanic sigldi áður en það sökk í jómfrúarferð sinni.

Erlent

Sameinuðu þjóðirnar senda eftirlitsmenn til Sýrlands

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þess efnis að teymi verði sent til Sýrlands til þess að fylgjast með því að vopnahlé verði haldið. Talið er að fyrstu eftirlitsaðilarnir geti verið komnir til Sýrlands eftir fáeinar klukkustundir. Sýrlenski herinn varpaði sprengjum á borgina Homs í nótt og morgun og er óttast að fjöldi manna hafi látið lífið.

Erlent

Robin Gibb við dauðans dyr

Robin Gibb, sem þekktastur er fyrir að vera einn af meðlimum Bee Gees, liggur í daí á sjúkrahúsi í Lundúnum. Læknar þar fullyrða að hann eigi einungis fáeina daga eftir á lífi. Gibb, sem er 62 ára gamall, hefur strítt við heilsufarsvandræði í langan tíma og hefur meðal annars strítt við krabbamein í lifur og þörmum. Til stóð að Robin Gibb kæmi til Íslands fyrir síðustu jól til þess að syngja á tónleikum með Björgvin Halldórssyni en ekkert varð úr því.

Erlent

Lífvörðum Obama vikið úr starfi

Tólf lífverðir Baracks Obama hafa verið leystir frá störfum eftir að ásakanir komu upp um að þeir hefðu gerst brotlegir í starfi þegar þeir voru að undirbúa komu forsetans til Kólumbíu á dögunum.

Erlent

Cameron vill aflétta þvingunum

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, vill að Evrópusambandið hætti efnahagslegum þvingunum á Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar. Þetta sagði Cameron í gær, en hann er staddur í landinu.

Erlent

Reyndur bavíani þekkir 300 orð

Bavíanar geta lært að þekkja orð með allt að fjórum stöfum frá fjögurra stafa stafarugli, þó þeir viti ekki hvað orðin þýða. Hæfileikaríkasti bavíaninn í nýrri rannsókn þekkir um 300 orð.

Erlent

Vilja verða gamlir heima

Alls sóttu 613 innflytjendur í Danmörku um aðstoð við að komast aftur til föðurlands síns í fyrra. Árið 2010 var fjöldinn 370. Tveir þriðju hlutar þeirra sem snúa heim eru eldri borgarar, flestir frá Bosníu, Serbíu og Tyrklandi, að því er danskir fjölmiðlar greina frá.

Erlent