Erlent

Klámfengin smáskilaboð

Um 30% táninga senda nektarmyndir af sjálfum sér í smáskilaboðum eða vefpósti, samkvæmt nýrri rannsókn sem var gerð af Háskólanum í Texas.

Erlent

Pyntingabúðir í Sýrlandi

Í skýrslu sem Mannréttindavaktin gaf út frá sér í dag segir að lögreglan í Sýrlandi sé að reka pyntingabúðir um allt landið. Þeim sem er haldið eru barðir, brenndir með sýru, kynferðislega áreittir og neglur þeirra dregar af.

Erlent

Mannfall í Írak

25 manns létu lífið og 40 aðrir voru særðir í sprengjuárásum í Írak í morgun.

Erlent

Milljónir manna í Bandaríkjunum án rafmagns

Milljónir manna á austurströnd Bandaríkjunum eru nú án rafmagns í kjölfar mikils óveðurs sem geisað hefur víða á svæðinu frá síðustu helgi. Að minnsta kosti 22 manns hafa látið lífið í þessu óveðri.

Erlent

Stungin 22 sinnum á farfuglaheimili

Ung kona var stungin 22 sinnum á herbergi á farfuglaheimili í Stokkhólmi aðfaranótt mánudags. Lögreglan segir að annar gestur á farfuglaheimilinu hafi bjargað lífi hennar.

Erlent

Byltingarflokkurinn kemst til valda á ný

Gamli valdaflokkurinn í Mexíkó, Byltingarflokkurinn, vann sigur í forseta- og þingkosningum um helgina. Hann hefur verið í stjórnarandstöðu í tólf ár en snýr nú aftur með nýrri kynslóð forystumanna og fyrirheit um betri tíð.

Erlent

Nafni Higgs-bóseindarinnar sækir fund eðlisfræðinga

Rannsóknarniðurstöður alþjóðlegs hóps kjarneðlisfræðinga verða kynntar á miðvikudaginn. Síðustu ár hefur hópurinn leitað að Higgs-bóseindinni dularfullu. Takist þeim að færa sönnur á tilurð eindarinnar myndi það marka tímamót í vísindasögu mannkyns.

Erlent

Pillay varar við vopnaflutningi til Sýrlands

Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, sagði í dag að auknar vopnaflutningar til stríðandi fylkinga í Sýrlandi myndu aðeins leiða til áframhaldandi blóðsúthellinga í landinu.

Erlent

Hugo Chavez hefur kosningarherferð

Forseti Venesúela, Hugo Chavez hélt stóra samkomu í gær og hóf formlega kosningarherferð sína fyrir komandi forsetakosningar í október síðar á árinu

Erlent

Berst gegn glæpum

Nýkjörinn forseti Mexíkó ætlar að leggja áherslu á að draga úr glæpum í landinu. Í valdatíð Felipe Calderon, fyrverandi foseta landsins frá 2006 hafa yfir 50 þúsund manns verið drepnir í fíkniefnatengdum glæpum

Erlent

Tom Cruise niðurbrotinn maður

Parið prýðir forsíðu People tímaritsins í dag og segir meðal annars í grein blaðsins og Cruise sé niðurbrotinn maður og hafi ekki búist við skilnaðinum.

Erlent

Þrumuveður í Bandaríkjunum

Sautján manns hafa látið lífið í þrumuveðri í austurhluta Bandaríkjanna og um þrjár miljónir manna eru rafmagnslausar á heimilum sínum. Meiri hluta dauðsfalla eru vegna þess að tré hafa fallið á heimili og bíla.

Erlent

Sögulegur dagur í lífi Kristjaníubúa

Sögulegur dagur var í lífi Kristjaníubúa í Kaupmannahön í gærdag þegar þeir, eða raunar sjóður í eigu þeirra, fékk opinberlega yfirráðin yfir íbúðasvæðinu á staðnum.

Erlent

Einn látinn á Hróarskelduhátíðinni

Einn af veislugestunum á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku er látinn. Um er að ræða tvítugan Svía og talið er að hann hafi látist af ofstórum skammti eiturlyfja en lögreglan er með dauðsfallið til rannsóknar.

Erlent