Erlent

Egyptar spá í forsetakjörið

Tveir forsetaframbjóðendur mættust í sjónvarpskappræðum í Egyptalandi fyrir helgina. Þetta er í fyrsta skiptið í sögunni sem Egyptar upplifa þessa tegund kosningabaráttu og þá opinskáu gagnrýni sem henni getur fylgt.

Erlent

Harry Bretaprins verðlaunaður

Harry Bretaprins var verðlaunaður fyrir góðgerðastarf sitt í þágu særðra hermanna í kvöldverðarboði í Washington. Þetta var fyrsta heimsókn Harrys til bandarísku höfuðborgarinnar.

Erlent

Ítrekar andstöðu sína við hjónaband samkynhneigðra

Mitt Romney, sem verður að öllum líkindum forsetaefni Repúblikana í næstu forsetakosningum, ítrekaði í dag andstöðu sína við hjónabönd samkynhneigðra. Einungis örfáir dagar eru síðan að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir stuðningi opinberlega við hjónabönd samkynhneigðra.

Erlent

Forseti Grikklands skoðar möguleikann á neyðarstjórn

Karolos Papoulias, forseti Grikklands, undirbýr nú viðræður við formenn allra flokka til að skoða möguleikann á því að mynda neyðarstjórn í landinu. Forsetinn ákvað að fara þessa leið eftir að þriðja flokknum mistókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu. Í kosningun um síðustu helgi fylktu kjósendur sé að baki flokka sem lýst hafa sig andstæða björgunarpakkanum. Það er aðstoð sem Grikkir fengu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum með því skilyrði að skera verulega niður og hækka skatta.

Erlent

Dæmdur fyrir að myrða ástvini Hudson

Dómstóll í Chicago í Bandaríkjunum hefur dæmt karlmann fyrir morðið á móður, bróður og sautján ára gömlum frænda bandarísku leikkonunnar Jennifer Hudson árið 2008. Maðurinn, sem heitir William Balfour, er fyrrverandi mágur Jennifer. Hann framdi ódæðið eftir að hann skildi við konuna sína, sem er systir Hudson, og hún neitaði að taka við honum aftur. Jennifer grét þegar dómurinn var lesinn upp í gær.

Erlent

Játa á sig mistök og kæruleysi

JPMorgan Chase, stærsti banki Bandaríkjanna, tapaði tveimur milljörðum dala á vogunarviðskiptum síðasta hálfa árið. Bankinn segir að tapið gæti orðið meira, jafnvel heill milljarður dala í viðbót.

Erlent

Stundarbjartsýni hafnaði í blindgötu

Möguleikar á stjórnarmyndun á Grikklandi vart í sjónmáli. Um stund virtist í gær stefna í þriggja flokka samstarf hægri manna, sósíaldemókrata og lítils vinstriflokks. Venizelos hefur frest þangað til í dag til að ljúka stjórnarmyndun.

Erlent

Stoltenberg horfir á Borgen

Danski sjónvarpsþátturinn Borgen hefur notið mikilla vinsælda á síðastliðnum mánuðum. Einn af aðdáendum þáttanna er Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Í grein á vef norska ríkisútvarpsins er fjallað um það að þótt starf Stoltenbergs sé ákaflega erfitt og erilsamt gefi hann sér alltaf tíma til að horfa á þættina.

Erlent

Rakspíranotkun grunnskólanema orsakaði brunaútkall

Mikill glundroði myndaðist í gagnfræðiskóla í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þegar brunabjöllur fóru í gang. Enginn hætta var þó á ferðum enda voru ærslafullir námsmenn í búningsklefa skólans sem báru ábyrgð atvikinu.

Erlent

CIA skjöl enn hulin leynd

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að gögn sem leyniþjónustan CIA geymir um innrásina í Svínaflóa á Kúbu skuli áfram hulin leyndarhjúpi. Skjölin ættu öllu jöfnu að vera gerð opinber þar sem nægilega langur tími er liðinn frá því árásin var gerð. CIA hélt því hinsvegar fram að skjölin, sem varða innri rannsókn stofnunarinnar á málinu, hafi verið vinnuskjöl en ekki fullkláruð. Því verður ekkert gefið út um innihald skjalanna að svo stöddu.

Erlent

Flugslys í Indónesíu: Björgunarsveitir komnar að flakinu

Leitarflokkar hafa fundið tólf lík á svæðinu þar sem rússnesk farþegaþota fórst í fjallendi í Indónesíu í gær. Sveitirnar þurftu að nota klifurbúnað til þess að komast að slysstaðnum en vélin hrapaði í hlíðum eldfjalls í 1800 metra hæð.

Erlent

Skattar vegna gjafa til lækna

Af þeim 32 lyfja- og hjálpartækjafyrirtækjum sem dönsk skattayfirvöld hafa rannsakað eiga alls 29 von á að þurfa að greiða 50 milljónir danskra króna, jafngildi rúms milljarðs íslenskra króna, í skatt vegna gjafa til lækna, að því er segir á fréttavefnum bt.dk. Fulltrúi skattayfirvalda, Rasmus Andersen, segir fyrirtækin hafa reynt að komast hjá skattgreiðslum þegar þau buðu læknum með á ráðstefnur á lúxushótelum.

Erlent

Upphlaup í réttarhöldunum yfir Breivik

"Morðinginn þinn, þú drapst bróður minn. Farðu til fjandans,“ sagði eitt vitnið í réttarhöldunum gegn Anders Behring Breivik í morgun. Í sama mund henti hann skóm í áttina að Breivik. Skórinn hæfði ekki Breivik sjálfan en lenti á einum af verjanda hans, Vibeke Hein Bæra. Samkvæmt frásögn danska ríkisútvarpsins virtist Breivik sjálfur taka þessu með ró.

Erlent

Slösuðust í sprengingu sem fór úrskeiðis

Þrír slösuðust á Amager í Kaupmannahöfn í morgun þegar til stóð að fella stórt síló með skipulagðri sprengingu. Eitthvað fór úrskeiðis þannig að sprengjurnar sprungu fyrr en til stóð. Í fyrstu var talið að allt að tíu manns hefðu slasast en nú segir slökkviliðsstjóri Kaupmannahafnar að þrír séu sárir, þar af einn alvarlega.

Erlent

Romney var hrekkjusvín - lagði dreng í einelti

Mitt Romney, væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að dagblaðið Washington Post greindi frá því að hann hafi verið í hópi drengja sem lögðu skólabróðir sinn í einelti en þeir töldu drenginn vera samkynhneigðan.

Erlent

Grikkir reyna til þrautar

Grískir stjórnmálamenn reyna nú til þrautar að koma á starfhæfri ríkisstjórn í landinu. Leiðtogi jafnaðarmanna, Evangelos Venizelos hittir leiðtoga hægriflokksins, Antonis Samaras á fundi í dag þar sem freista á þess að mynda samsteypustjórn.

Erlent

Orð Baracks Obama vekja sterk viðbrögð

Stuðningsyfirlýsing Bandaríkjaforseta við hjónabönd samkynhneigðra hefur vakið sterk viðbrögð víða um heim, bæði þeirra sem eru sammála honum og hinna sem eru andvígir. Víða sæta samkynhneigðir enn harðri andstöðu.

Erlent

Mannskæðasta árás frá byrjun

Tvær sprengjuárásir sjálfsvígsmanna kostuðu að minnsta kosti 55 manns lífið í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Nærri 400 manns eru særðir.

Erlent

Jörðin í áður óséðu ljósi

Rússneska geimferðastofnunin hefur birt eina nákvæmustu mynd sem tekin hefur verið af Jörðinni. Ljósmyndin er 121 megapixlar — sem þýðir að hver myndeining er kílómetri að lengd.

Erlent

Sérkennilegur fæðingarblettur kom fjölskyldu til bjargar

Eftir að hafa betlað árum saman á götum Lashgar Gah í Afganistan hefur hinn níu ára gamli Gran nú fengið nokkur hundruð þúsund krónur í gjöf frá velunnurum. Ástæðuna fyrir þessu má rekja til heldur sérstaks fæðingarbletts á síðu piltsins.

Erlent

Tala látinna hækkar í Damaskus

Tala látinna í kjölfar sjálfsmorðssprengjuárása í sýrlensku borginni Damaskus fer hækkandi. Samkvæmt innanríkisráðuneyti Sýrlands létust að minnsta kosti 55 í tilræðinu og rúmlega 370 særðust, margir alvarlega.

Erlent

Hryðjuverk í Damascus - 40 látnir

Mikið öngþveiti ríkir í Damascus, höfuðborg Sýrlands, eftir að tvær sprengjur sprungu í borginni í morgun. Að minnsta kosti 40 létust í sprengingunum og um 170 særðust, margir hverjir alvarlega.

Erlent

Pútín mætir ekki á G8 fundinn

Vladimir Putin, sem aftur er kominn á forsetastól í Kreml, ætlar ekki að mæta á G8 fundinn síðar í þessum mánuði þar sem helstu leiðtogar heimsins hittast og ráða ráðum sínum. Pútin hefur tilkynnt Obama bandaríkjaforseta þessa ákvörðun sína en hann segist eiga of annríkt þar sem hann sé að leggja ráðherrakapalinn í ríkisstjórn Rússlands.

Erlent

Ólympíuloginn tendraður

Kveikt verður í Ólympíukyndlinum við hátíðlega athöfn í borginni Ólympíu í Grikklandi síðar í dag. Síðan verður hlaupið með logann í boðhlaupi um allt Grikkland uns hann verður fluttur til Bretlands.

Erlent

Fundu brak rússneskrar farþegaþotu

Yfirvöld í Indónesíu segjast hafa fundið brakið af rússneskri farþegaþotu sem fórst í landinu í gær. Vélin, sem kallast Sukhoi Superjet hvarf af radar fimmtíu mínútum eftir flugtak í höfuðborginni Jakarta en vélin var í stuttu kynningarflugi með um fimmtíu manns innanborðs.

Erlent