Erlent

Stúlkur frá Asíu streyma til Grænlands

Stúlkur frá Filippseyjum og Taílandi streyma nú til Grænlands til að vinna þar við hreingerningar og uppvask á hótelum og heimilum.

Fjallað er um málið í dönskum fjölmiðlum í morgun og þar segir að frá því í janúar í fyrra hafi 120 stúlkur fengið atvinnuleyfi á Grænlandi.

Fram kemur að grænlenskir verkalýðsforingjar hafi töluverðar áhyggjur af þessari þróun. Grænlandingar séu ekki nema 57 þúsund talsins og þar mælist atvinnuleysið nú um 8%. Hefur atvinnuleysi í landinu ekki mælst meira undanfarin 20 ár. Hinsvegar hafi gengið illa að fá Grænlendinga til að manna þau störf sem hér um ræðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×