Erlent

Steingervingar á Svalbarða voru áður óþekkt sjórisaeðla

Vísindamenn hafa nú staðfest að tvær stórar steingerðar beinagrindur af sjórisaeðlum sem fundust árið 2006 á Svalbarða eru af áður óþekktri tegund.

Þegar steingervingarnir fundust á Svalbarða árið 2006 vakti fundurinn töluverða athygli enda um nokkuð vel varðveittar beinagrindur að ræða.

Það var augljóst að þetta voru sjórisaeðlur af ættinni pilosaurus eða stutthálsa svanaeðlur. Hinsvegar var líkamsbygging þeirra nokkuð öðruvísi en hjá öðrum pilosaurum og því var ákveðið að rannsaka málið frekar. Í millitíðinni fengu þessar risaeðlur nafnið Pretador X.

Þessar risaeðlur voru engin smásmíði. Þær voru yfir 12 metrar að lengd, þar af var ílöng höfuðkúpan um 2 metrar af lengdinni. Á henni voru voldugir skoltar með röðum af löngum vígtönnum. Talið er að bit þessarar risaeðlu hafi verið fjórfalt öflugra en bitið hjá Tyrannusaurus Rex.

Þessar sjórisaeðlur hafa nú hlotið latneska vísindanafnið pilosaurus funkei. Í umfjöllun um eðlurnar á danska vísindavefnum segir að fyrir 145 milljónum ára hafi þessi sjórisaeðla verið öflugasta rándýrið sem synti um í höfum heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×