Erlent

Dæmdur öðru sinni til dauða

Dómstóll í Írak hefur kveðið upp dauðadóm yfir Tarik al Hashemi, varaforseta landsins, fyrir að hafa reynt að fá lífverði til að myrða háttsettan embættismann.

Erlent

Ríkir brjóta frekar lögin

Ríkt fólk er líklegra til þess að brjóta umferðarlög en fátækir. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Danmörku.

Erlent

Grískt samfélag að komast á ystu nöf

Langvarandi niðurskurður hefur haft mikil áhrif á daglegt líf í Grikklandi. Á hverjum degi missa þúsundir manna vinnuna og þeir sem fá laun greidd á réttum tÁ sjúkrahúsi einu í Aþenu hefur verið sett upp skilti á vegg þar sem sjúklingar og ættingjar þeirra eru beðnir um að haga sér sómasamlega: „Læknar á vakt hafa ekki fengið greidd laun síðan í maí,“ stendur á skiltinu. „Vinsamlega sýnið störfum þeirra virðingu.“íma telja sig heppna. Mótmæli eru nánast daglegur viðburður.

Erlent

Lestarkerfið í New York mjakast í gang

„Næstu fimmtíu eða hundrað árin verða mjög frábrugðin því sem við höfum kynnst undanfarin 50 ár,“ segir S. Jeffress Williams, vísindamaður við jarðvísindastofnun Bandaríkjanna í Massachusetts.

Erlent

Sandy kostaði 76 lífið í Bandaríkjunum

Enn hækkar tala látinna á austurströnd Bandaríkjanna. Nú er talið að 76 hið minnsta hafi farist þegar stormurinn Sandy gekk á land fyrr í þessari viku, þar af 37 í New York borg.

Erlent

Spurningar vakna um heilsu Pútíns

Heilsufar Vladimírs Pútín, Rússlandsforseta, er nú á allra vörum. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að forsetinn hafi frestað fundum og ferðalögum sínum þangað til í desember.

Erlent

Kim Dotcom snýr aftur

Kim Dotcom, stofnandi skráarskiptasíðunnar Megaupload, hefur opinberað nýja vefsíðu þar sem notendur geta nálgast höfundarvarið efni.

Erlent

Mansal hefur aukist í Noregi

Mansal í Noregi fer vaxandi vegna versnandi efnahags í stórum hluta Evrópu. Í Noregi hafa verið kveðnir upp 27 dómar vegna mansals.

Erlent

New York illa löskuð eftir Sandy

Lífið í New York er smám saman að færast í fastar skorður eftir hamfarirnar sem gengu yfir í byrjun vikunnar. Enn eru þó heilu hverfin án rafmagns og almenningssamgöngur úr skorðum. Þeir sem þurftu að yfirgefa heimili sín eru að snúa aftur og kanna skemmdir. Íbúar í New York þurftu margir hverjir að fara óvenjulegar leiðir til að komast í vinnuna í gær – þeir sem komust á annað borð.

Erlent

Þrír særðust í skotárás í Hollywood

Þrír særðust í skotárás í Hollywood í Bandaríkjunum í gærkvöld. Lögreglan leitar fjögurra manna sem hún telur að beri ábyrgð á árásinni, en vitni sáu þau hlaupa af vettvangi á horni Hollywood Boulevard og Whitley strætis. Hinir særðu eru ungt fólk á aldrinum 14 ára til 25 ára. Þau voru öll flutt á slysadeild. Um þessa dagana fer fram hrekkjavaka og því er fjöldi fólks á ferli lengi fram eftir kvöldi. Þegar lögregla rýmdi árásarvettvanginn í gær voru þar þúsundir manna.

Erlent

Obama kominn til New Jersey

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er kominn til New Jersey. Þar mun hann funda með Chris Christie, ríkisstjóra, og saman munu þeir kanna aðstæður á hamfarasvæðunum í dag.

Erlent

Eftirmynd Lance Armstrong brennd

Eftirmynd íþróttahetjunnar Lance Armstrong, sem hefur gerst sekur um umfangsmikla lyfjamisnotkun, verður brennd á báli í bænum Edenbridge í suðaustur Bretlandi um helgina.

Erlent

Elsta byggð Evrópu fundin

Fornleifafræðingar hafa uppgötvað ævaforna byggð í norðausturhluta Búlgaríu. Talið er að bærinn hafi verið reistur á árunum 4700 til 4200 fyrir Krist og að um 350 manns hafi búið þar.

Erlent