Fótbolti

Umfjöllun: Framsigur án glæsibrags

Framarar fengu sannkallaða óskabyrjun á Íslandsmótinu en þeir unnu ÍBV 2-0 á Laugardalsvellinum í kvöld. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig hjá Eyjamönnum að komast í bæinn og leikur þeirra gegn Fram var einnig langt frá því vandræðalaus.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Fylkir eyðilagði partýið á Selfossi

Það var mikil stemning á gervigrasinu á Selfossi í kvöld er fyrsti úrvalsdeildarleikurinn í fótbolta var spilaður í bænum. Áhorfendur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra strax frá upphafi. Það dugði ekki til því Fylkir vann leikinn, 1-3.

Íslenski boltinn

Kostnaður FIFA við HM hækkar enn

Maðurinn sem stýrir HM fyrir hönd FIFA, Jerome Valcke, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Sléttur mánuður er í að keppni hefst í Suður Afríku en til þess að allt yrði klárt þurfti 100 milljónir dollara í aukafjárveitingu.

Fótbolti

Pepe í liði Portúgals á HM

Portúgal hefur tilkynnt leikmannahópinn sem fer á HM í Suður Afríku. Mest kemur þar á óvart að Pepe sé í liðinu en hann hefur verið meiddur frá því í desember.

Fótbolti

Toni og Totti eru ekki í HM-hóp heimsmeistara Ítala

Marcello Lippi, landsliðsþjálfara tilkynnti í dag 30 manna undirbúningshóp sinn fyrir HM í Suður-Afríku í sumar. Það er ekki pláss fyrir menn eins og Francesco Totti eða Luca Toni í hópnum en Lippi valdi hinsvegar Giuseppe Rossi í hópinn sinn.

Fótbolti

David Beckham fer með á HM

David Beckham fær væntanlega að fara með enska landsliðinu, ekki sem leikmaður heldur sérstakur ráðgjafi, eða hvaða nafn sem enska knattspyrnusambandið finnur fyrir starfssvið hans.

Fótbolti

Guti með tilboð frá tyrkneska liðinu Galatasaray

Jose Maria “Guti” Gutierrez, leikmaður Real Madrid, er á förum frá félaginu þar sem hann hefur spilað síðustu fimmtán árin. Þessi 33 ára miðjumaður er að leita sér að nýju liði og hefur nú fengið tilboð frá Tyrklandi.

Fótbolti