Fótbolti

Capello búinn að velja æfingahópinn fyrir HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti nú áðan 30 manna æfingahóp sinn fyrir HM í Suður-Afríku.

Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, hefur dregið landsliðsskóna fram úr hillunni og er í hópnum sem og Gareth Barry. Barry er meiddur en samt valinn.

Ledley King frá Spurs er í hópnum þó svo hann sé meiddur en ekkert pláss var fyrir Wes Brown og Joleon Lescott.

Tveir nýliðar eru í landsliðshópnum en það eru Michael Dawson frá Tottenham og Adam Johnson sem hefur staðið sig vel með Man. City.

Sjö af þessum leikmönnum fara síðan ekki með á HM enda má aðeins fara með 23 leikmenn þangað.

Æfingahópur Capello:

Joe Hart, David James, Robert Green, Leighton Baines, Jamie Carragher, Ashley Cole, Michael Dawson, Rio Ferdinand, Glen Johnson, Ledley King, John Terry, Matthew Upson, Stephen Warnock, Gareth Barry, Michael Carrick, Joe Cole, Steven Gerrard, Tom Huddlestone, Adam Johnson, Frank Lampard, Aaron Lennon, James Milner, Scott Parker, Theo Walcott, Shaun Wright-Phillips, Darren Bent, Peter Crouch, Jermain Defoe, Emile Heskey, Wayne Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×