Fótbolti

Lið Nígeríu á HM valið: Ekki pláss fyrir úrvalsdeildarleikmann á Englandi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Leikmenn Nígeríu eru hressir.
Leikmenn Nígeríu eru hressir. Getty Images
Nígería mætir til leiks með sterkt lið á HM en liðið er með Argentínu, Grikklandi og Suður Kóreu í spennandi riðli í Suður Afríku. Lars Lagerback þjálfar liðið en hann tilkynnti hópinn í dag.

Það er ekkert pláss fyrir úrvalsdeildarleikmanninn Seyi Olofinjana hjá Hull en bæði Victor Anichebe og John Utaka eru í liðinu eftir að hafa fengið frí áður. Það segir sitt um styrk Nígeríu að Olofinjana fær ekki að vera með, en hann hefur reyndar ekki sýnt nein stórbrotin tilþrif með Hull sem er fallið úr deildinni.

Lukman Haruna er einnig í liðinu en hann var fyrirliði U17 ára liðs Nígeríu sem varð heimsmeistari árið 2007. Hann er á mála hjá Moncao, líkt og Eiður Smári Guðjohnsen.

John Obi Mikel verður prímusmótorinn á miðjunni ásamt Utaka en frammi líklega Yakubu og Obafemi Martins að ógleymdum Kanu. Í vörninni státar Nígería svo meðal annars af af Joseph Yobo.

Lið Nígeríu á HM:

Markmenn: Vincent Enyeama (Hapoel Tel Aviv, Israel), Dele Aiyenugba (Bnei Yehuda, Israel), Austin Ejide (Hapoel Petah Tikva, Israel), Bassey Akpan (Bayelsa United, Nigeria)

Varnarmenn: Taye Taiwo (Marseille), Elderson Echiejile (Rennes), Chidi Odiah (CSKA Moskva), Onyekachi Apam (OG Nice), Joseph Yobo (Everton), Daniel Shittu (Bolton Wanderers), Ayodele Adeleye (Sparta Rotterdam), Rabiu Afolabi (SV Salzburg), Terna Suswan (Lobi Stars)

Miðjumenn: Chinedu Ogbuke Obasi (TSG Hoffenheim), John Utaka (Portsmouth), Brown Ideye (FC Sochaux), Peter Utaka (Odense Boldklub), , Kalu Uche (Almeria), Dickson Etuhu (Fulham), John Mikel Obi (Chelsea), Sani Kaita (Alaniya), Haruna Lukman (AS Monaco), Yusuf Ayila (Dynamo Kiev), Osaze Odemwingie (Lokomotiv Moskva)

Sóknarmenn: Yakubu Aiyegbeni (Everton), Victor Anichebe (Everton), Nwankwo Kanu (Portsmouth), Obafemi Martins (Wolfsburg), Ikechukwu Uche (Real Zaragoza),Victor Obinna Nsofor (Malaga)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×