Fótbolti

David Beckham fer með á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
"Hvað á ég að gera hérna?"
"Hvað á ég að gera hérna?" Getty Images
David Beckham fær væntanlega að fara með enska landsliðinu, ekki sem leikmaður heldur sérstakur ráðgjafi, eða hvaða nafn sem enska knattspyrnusambandið finnur fyrir starfssvið hans.

Beckham er meiddur og verður frá keppni fram í nóvember, í það minnsta. Hann fær þó ekki að fara með nema hann sanni það að hann sé nógu heill heilsu til þess.

Hann verður að sanna að hann geti hjálpað til á æfingum í stað þess að vera eintóm truflun fyrir aðra leikmenn. Líklegt er að hann valid fjölmiðlafári líkt og hvar sem hann stígur niður. Það gæti þó ef til vill létt pressu af leikmönnum Englands sem myndi eflaust hjálpa til.

Beckham er talinn líklegur til að hafa góð áhrif á hópinn enda er hann í miklum metum hjá leikmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×