Fótbolti

Torres og Fabregas í spænska landsliðshópnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres í leik með spænska landsliðinu.
Fernando Torres í leik með spænska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Þeir Fernando Torres og Cesc Fabregas eru báðir í æfingahópi spænska landsliðsins fyrir HM í knattspyrnu í sumar.

Báðir eru lykilmenn í landsliðinu en hafa átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur. Fabregas sagði um helgina að hann yrði klár fyrir fyrsta leik Spánverja en Torres á nú í kapphlaupi við tímann um að ná fullri heilsu áður en mótið hefst. Hann gekkst nýverið undir aðgerð á hné.

Annars vakti helst athygli að Victor Valdes, markvörður Barcelona, var valinn í æfingahópinn en hefur aldrei spilað landsleik fyrir hönd Spánverja.

Alls eru fjórir nýliðar í hópnum en það eru þeir Pedro, David De Gea, Cesar Azpilicueta og Javi Martinez.

Hópurinn:

Markverðir:

Iker Casillas (Real Madrid)

Jose Reina (Liverpool)

Diego Lopez (Villarreal)

David De Gea (Atletico Madrid)

Victor Valdes (Barcelona).

Varnarmenn:

Raul Albiol (Real Madrid)

Sergio Ramos(Real Madrid)

Alvaro Arbeloa (Real Madrid)

Joan Capdevila (Villarreal)

Gerard Pique (Barcelona)

Carles Puyol (Barcelona)

Carlos Marchena (Valencia)

Cesar Azpilicueta (Osasuna)

Miðvallarleikmenn:

Xabi Alonso (Real Madrid)

Cesc Fabregas (Arsenal)

Sergio Busquets (Barcelona)

Xavi Hernandez (Barcelona)

Andres Iniesta (Barcelona)

Marcos Senna (Villarreal)

Javier Martinez (Athletic Bilbao)

David Silva (Valencia)

Sóknarmenn:

Daniel Guiza (Fenerbahce)

Juan Manuel Mata (Valencia)

David Silva (Valencia)

David Villa (Valencia)

Alvaro Negredo (Sevilla)

Jesus Navas (Sevilla)

Fernando Torres (Liverpool)

Santiago Cazorla (Villarreal)

Pedro Rodriguez (Barcelona)

Fernando Llorente (Athletic Bilbao)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×