Enski boltinn

Hodgson valinn bestur af kollegum sínum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Fulham.
Roy Hodgson, stjóri Fulham. Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson var í kvöld valinn knattspyrnustjóri ársins af samtökum knattspyrnustjóra í Englandi. Hogdson er stjóri Fulham sem mætir Atletico Madrid í úrslitum Evrópudeildarinnar á miðvikudagskvöldið. Undir stjórn Hodgson varð Fulham í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og komst í fjórðungsúrslit ensku bikarkeppninnar. „Þetta eru bestu verðlaun sem ég hef hlotið á mínum ferli,“ sagði Hogdson við enska fjölmiðla í kvöld. „Enda ekki hægt að hlotnast meiri heiður í knattspyrnu en viðurkenningu jafningja sinna.“ Leikur Fulham á miðvikudagskvöldið verður númer 63 á leiktíðinni sem hófst í júlí síðastliðnum. „Liðið hefur sýnt mikinn stöðugleika, þrautsegju og ákveðni. Þetta eru frábærir eiginleikar fyrir hvaða knattspyrnumann eða -lið sem er. Ég vona að við getum haldið þessu við í einum leik til viðbótar.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×