Fótbolti

Pepe í liði Portúgals á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Pepe brýtur á Zlatan Muslimovic í undankeppni HM.
Pepe brýtur á Zlatan Muslimovic í undankeppni HM. Getty Images
Portúgal hefur tilkynnt leikmannahópinn sem fer á HM í Suður Afríku. Mest kemur þar á óvart að Pepe sé í liðinu en hann hefur verið meiddur frá því í desember.

Pepe, sem leikur með Real Madrid, myndi styrkja liðið gríðarlega en hann var einn besti leikmaður undankeppninnar hjá Portúgal, ef ekki sá allra besti. Hann myndar sterkt miðvarðarpar með Ricardo Carvalho. Hann er ný byrjaður að æfa aftur eftir meiðslin.

Portúgal er í riðli með Brasilíu, Fílabeinsströdinni og Norður-Kóreu.

Miguel Veloso verður væntanlega í lykilstöðu á miðjunni með Cristiano Ronaldo og Nani í kantstöðum.

Lið Portúgal á HM:

Markmenn: Beto (Porto), Daniel Fernandes (Iraklis), Eduardo (Braga)

Varnarmenn: Fabio Coentrao (Benfica), Paulo Ferreira (Chelsea), Ricardo Carvalho (Chelsea), Ze Castro (Deportivo La Coruna), Bruno Alves (Porto), Rolando (Porto), Ricardo Costa (Lille), Duda (Malaga), Pepe (Real Madrid), Miguel (Valencia)

Miðjumenn: Tiago (Atletico Madrid), Deco (Chelsea), Raul Meireles (Porto), Nani (Manchester United), Miguel Veloso (Sporting Lisbon), Pedro Mendes (Sporting Lisbon)

Framherjar: Simao Sabrosa (Atletico Madrid), Hugo Almeida (Werder Bremen), Liedson (Sporting Lisbon), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Danny (Zenit St Petersburg).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×