Enski boltinn

Zola rekinn frá West Ham - Tekur Bilic við?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Getty Images

Ítalinn Gianfranco Zola hefur verið rekinn frá West Ham. Árangur hans með félagið þykir ekki ásættanlegur þar á bæ.

Zola bjargaði West Ham reyndar frá falli en miklar breytingar munu væntanlega eiga sér stað hjá félaginu í sumar.

Samkvæmt ýmsum heimildum er Króatinn Slaven Bilic, hinn mikli töffari og fyrrum leikmaður félagsins, líklega að taka við.

Áður hefur komið fram að nánast allir leikmenn liðsins eru til sölu, nema fyrirliðinn Scott Parker.

Zola hafði áður íhugað að hætta sjálfur með félagið en hann hefur nú verið rekinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×