Fótbolti

Aðeins sex félög hafa unnið tvennuna - bætist Chelsea í hópinn?

Chelsea getur komist í úrvalshóp í dag vinni liðið Portsmouth í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley en aðeins sex félögum hefur tekið að vinna enska meistaratitilinn og enska bikarinn á sama tímabili. Félögin sex sem hafa unnið tvennuna eru Preston North End, Aston Villa, Tottenham Hotspur, Arsenal, Liverpool og Manchester United.

Enski boltinn

Berbatov: Get ekki alltaf verið glottandi eins og vitleysingur

Dimitar Berbatov er staðráðinn í að reyna sanna sig fyrir Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, þótt að hann sé viss um að það verði keyptur nýr framherji á Old Trafford í sumar. Hann segist þó ekki geta breytt framkomu sinni inn á vellinum sem sumir túlka sem þunglyndni og leti.

Enski boltinn

Tómas Ingi: Missum þrjú stig út af eigin aulaskap

Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK, sá sína menn fara illa að ráði sínu í fyrsta heimaleiknum undir hans stjórn þegar HK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Þrótti í 1. deild karla í kvöld. Tómas Ingi var í viðtali við Guðmund Marinó Ingvarsson á Sporttv eftir leikinn.

Íslenski boltinn

Viðar Örn kominn heim á Selfoss - hlutfall heimamanna hækkar enn

Viðar Örn Kjartansson hefur ákveðið að snúa heim á Selfoss og spila með liðinu í Pepsi-deild karla eftir að hafa verið hjá ÍBV síðasta sumar. Þetta kemur fram á netsíðu sunnlenska fréttablaðsins í kvöld. Hinn tvítugi Selfyssingur sleit krossbönd á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 2 mörk í 17 leikjum með ÍBV í Pepsi-deildinni.

Íslenski boltinn

Wilson á leið til Liverpool

Fullyrt er í enskum fjölmiðlum í morgun að Liverpool sé á góðri leið með að klófesta Danny Wilson, leikmann Glasgow Rangers, fyrir 2,5 milljónir punda.

Enski boltinn

Capello íhugar að skipta um leikkerfi

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, íhugar þessa dagana að spila með þrjá miðverði á HM. Það veltur mikið á því hvort Gareth Barry getur spilað með liðinu á HM eður ei.

Fótbolti