Fótbolti

Mascherano styður Benitez

Það er heldur betur farið að hitna undir Rafa Benitez, stjóra Liverpool, eftir fjórða tap Liverpool í röð. Hann er þó ekki án stuðningsmanna og þar á meðal er Javier Mascherano sem segir hann hafa sinn stuðning sem og annarra leikmanna liðsins.

Enski boltinn

Enska b-deildin: Ívar sá rautt í tapleik Reading

Íslendingarnir í ensku b-deildinni áttu ekki góðan dag þegar heil umferð var leikinn í kvöld. Reading tapaði 4-1 gegn QPR en Ívar Ingimarsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í upphafi seinni hálfleiks í stöðunni 2-0 fyrir QPR en Ben Watson hjá QPR hafði fengið rautt spjald eftir hálftíma leik.

Enski boltinn

Meistaradeildin: Úrslit og markaskorarar

Þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í kvöld með átta leikjum og segja má að leikmenn liðanna hafi verið á skotskónum því alls þrjátíu og eitt mark var skorað í leikjum kvöldsins.

Fótbolti

Myndband Englendinga vegna HM 2018

Eins og kunnugt er þá er England eitt þeirra landa sem hefur sótt um að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2018. Þó enn sé langt í mótið er baráttan um að halda keppnina þegar hafin.

Enski boltinn

SMS-óður Heskey fékk hárblástur frá Capello

Fabio Capello varð brjálaður út í Emile Heskey á dögunum er hann greip framherjann glóðvolgan við að senda sms er enska landsliðið var að borða hádegismat. Heskey reyndi að fara lymskulega með símann og sendi sms-ið með símann undir borðinu.

Enski boltinn

Sundboltastrákurinn er niðurbrotinn

Drengurinn ungi sem kastaði sundboltanum inn á völlinn í leik Sunderland og Liverpool er niðurbrotinn eftir atvikið fræga. Strákurinn er aðeins 16 ára gamall og grjótharður stuðningsmaður Liverpool.

Enski boltinn

Wenger vill aldrei hætta að þjálfa

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur greint frá því að hann stefni á að vinna alla sína ævi. Wenger, sem hefur þjálfað Arsenal lengur en nokkur annar maður, verður 60 ára á fimmtudag.

Enski boltinn

Landsliðsþjálfari Suður-Afríku rekinn eftir afleitt gengi

Landsliðsþjálfarinn Joel Santana hjá Suður-Afríku var rekinn í dag úr starfi sínu eftir afleitt gengi undanfarið. Brasilíumaðurinn Santana hafði stýrt liðinu í um eitt og hálft ár en eftir átta töp í síðustu níu leikjum sagði knattspyrnusamband Suður-Afríku stopp og rak hann úr starfi.

Fótbolti

Vancouver Whitecaps tapaði úrslitaeinvíginu

Skagamaðurinn Teitur Þórðarson og lærisveinar hans í Vancouver Whitecaps urðu að sætta sig við 3-1 tap gegn Montreal Impact í seinni úrslitaleik liðanna í baráttunni um meistaratitilinn í Norður-amerísku USL-1 deildinni um helgina.

Fótbolti