Íslenski boltinn

Enginn leikur í Eyjum í dag - spilað á Hlíðarenda á mánudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eldgosið í Eyjafjallajökli er farið að hafa mikil áhrif á Pepsi-deild karla.
Eldgosið í Eyjafjallajökli er farið að hafa mikil áhrif á Pepsi-deild karla. Mynd/AP

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að víxla heimaleikjum ÍBV og Vals í Pepsi-deild karla vegna öskufalls í Vestamannaeyjum.

Leikurinn átti að fara fram í dag, laugardag, í Vestmannaeyjum en verður þess í stað á Vodafonevellinum, mánudaginn 17. maí kl. 19:15. Leikurinn gat ekki farið fram á morgun þar sem að þá mætast Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH á Vodafone-velli þeirra Valsmanna.

Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum er óleikfær vegna öskufallsins frá Eyjafjallajökli og það verður ekki hægt að leika á vellinum á næstunni.

Næsti heimaleikur ÍBV er hinsvegar ekki fyrr en 30. maí sem ætti að gefa mönnum góðan tíma til að sjá hvernig málin þróast hvað varðar öskufallið í Eyjum.

ÍBV-liðið þarf því að spila fyrstu fjóra leiki sína í Pepsi-deild karla í sumar á útivelli en áður en kemur að heimaleiknum við Breiðablik eftir fimmtán daga heimsækja Eyjamenn Hafnarfjarðarliðin FH og Hauka eftir leikinn á móti Val.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×