Fótbolti

Michael Essien missir af HM vegna hnémeiðslanna

Michael Essien verður ekki með Gana á HM í Suður-Afríku sem hefst í næsta mánuði. Knattspyrnusamband landsins tilkynnti það í dag að hann sé ekki orðinn góður af hnémeiðslunum sem héldu honum frá seinni hluta keppnistímabilsins með Chelsea.

Fótbolti

Wenger fær pening til að eyða í sumar

Stjórnarformaður Arsenal segir að Arsene Wenger geti eytt öllum þeim peningum sem hann safnar með leikmannasölum til leikmannakaupa, og meira til. Það er ekki sjálfgefið á Englandi í dag hjá félögunum sem mörg hver eru skuldum vafin.

Enski boltinn

Claudio Ranieri hjá Roma: Ég ætla að veðja á Adriano

AS Roma rétt missti af ítalska meistaratitlinum á dögunum þegar liðið endaði í 2. sæti á eftir Jose Mourinho og lærisveinum hans í Internazionale Milan. Claudio Ranieri, þjálfari liðsins ætlar nú að sækja einn gamla Inter-mann fyrir næsta tímabili.

Fótbolti

Þjóðverjar skoruðu 24 mörk í æfingaleik fyrir HM

Mario Gomez og Miroslav Klose skoruðu báðir fimm mörk þegar þýska landsliðið vann 24-0 sigur á undir 20 ára úrvalsliði frá Suður-Týrol í kvöld. Gomez og Klose léku báðir aðeins annan af tveimur 30 mínútna hálfleikjum sem voru spilaðir.

Fótbolti

Peter Crouch ekki lengur hæstur í ensku úrvalsdeildinni

Birmingham keypti í dag serbneska framherjann Nikola Zigic frá spænska liðinu Valencia en kaupverðið er um sex milljónir punda. Zigic gerði fjögurra ára samning við enska liðið en hann fann sig aldrei hjá Valenica eftir að hafa gert fína hluti hjá Rauðu Stjörnunni í Belgrad og Racing Santander.

Enski boltinn

Guðjón nær næsta leik hjá KR

Guðjón Baldvinsson fékk góðar fréttir frá lækninum sem hann hitti nú seinni part dags. Hann fór meiddur af velli eftir samstuð í leik KR og Keflavíkur í gær og óttaðist hann um tíma að hann yrði lengi frá.

Íslenski boltinn

Thomas Müller flaug á hausinn á fjallahjóli en HM er ekki í hættu

Þeir eru seinheppnir landsliðsmenn Þjóðverja þessa dagana. Michael Ballack, Rene Adler og Christian Träsch missa allir af HM vegna meiðsla og Bayern-maðurinn Thomas Müller var næstum því búinn að slasa sig illa í hjólaslysi sem hefði getað kostað hann HM. Það fór þó betur en á horfist í fyrstu.

Fótbolti

Lúkas rekinn frá Grindavík

Lúkas Kostic hefur verið rekinn frá Grindavík eftir aðeins fjóra leiki í Pepsi-deildinni. Þetta er í annað sinn sem Lúkas er rekinn snemma en árið 1997 var hann rekinn frá KR eftir fimm leiki.

Íslenski boltinn