Íslenski boltinn

Skúli Jón hjá KR til 2013

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skúli Jón Friðgeirsson í leik með KR.
Skúli Jón Friðgeirsson í leik með KR. Mynd/Stefán

Skúli Jón Friðgeirsson hefur framlengt samning sinn við KR til loka ársins 2013 en þetta kom fram á heimasíðu KR.

Skúli er uppalinn KR-ingur en lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2005. Hann á alls að baki 82 leiki í deild og bikar og hefur hann skorað í þeim þrjú mörk.

Þá hefur hann tvívegis spilað með A-landsliði Íslands, gegn Mexíkó og Færeyjum á þessu ári, og er í landsliðshópnum sem mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli um helgina. Hann hefur einnig leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×