Fótbolti

Þjóðverjar skoruðu 24 mörk í æfingaleik fyrir HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Gomez og Miroslav Klose á æfingu.
Mario Gomez og Miroslav Klose á æfingu. Mynd/GettyImages
Mario Gomez og Miroslav Klose skoruðu báðir fimm mörk þegar þýska landsliðið vann 24-0 sigur á undir 20 ára úrvalsliði frá Suður-Týrol í kvöld. Gomez og Klose léku báðir aðeins annan af tveimur 30 mínútna hálfleikjum sem voru spilaðir.

Leikurinn fór fram í Eppan á Norður-Ítalíu þar sem þýska liðið er með æfingabúðir sínar fyrir HM í Suður-Afríku sem hefst í næsta mánuði.

Joachim Loew, þjálfari Þýskalands, notaði 20 leikmenn í leiknum og aðrir markaskorarar voru þeir: Piotr Trochowski (3), Cacau (2), Stefan Kiessling (2), Andreas Beck (2), Toni Kroos (2), Arne Friedrich (1), Sami Khedira (1) og Lukas Podolski (1).

Þjóðverjar spila sinn fyrsta leik á HM á móti Ástralíu 13. júní en síðan bíða leikir á móti Serbíu og Gana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×