Fótbolti

Norður Kórea eina liðið á HM sem er neðar en Ísland hjá FIFA - Brasilía efst

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Dunga fer með sína menn inn í HM í efsta sæti á styrkleikalista FIFA.
Dunga fer með sína menn inn í HM í efsta sæti á styrkleikalista FIFA. GettyImages
Brasilía er í efsta sæti á nýjasta styrkleikalista FIFA. Hinir fimmföldu heimsmeistarar eru því sjálfkrafa líklegastir til að vinna HM en Evrópumeistarar Spánar eru í öðru sæti.

Portúgal er í þriðja sæti en Heimsmeistarar Ítala í því fimmta. England er svo í áttunda sæti. Kamerún er efsta Afríkuliðið, það er í 19. sæti listans.

Suður Afríka er í 83. sæti en Norður Kórea er í sæti 105. Það er fimmtáns sætum neðar en Ísland sem er í sæti númer 90.

Fimmtán efstu liðin á styrkleikalistanum:

1. Brasilía

2. Spánn

3. Portúgal

4. Holland

5. Ítalía

6. Þýskaland

7. Argentína

8. England

9. Frakkland

10. Króatía *Ekki á HM

11. Rússland *Ekki á HM

12. Egyptaland *Ekki á HM

13. Grikkland

14. Bandaríkin

15. Serbía






Fleiri fréttir

Sjá meira


×