Enski boltinn

Ben Arfa orðaður við Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hatem Ben Arfa í leik með Marseille.
Hatem Ben Arfa í leik með Marseille. Nordic Photos / AFP
Umboðsmaður Hatem Ben Arfa, leikmanns Marseille í Frakklandi, fullyrðir að enska úrvalsdeildarfélagið Everton hafi áhuga á leikmanninum.

Everton var nálægt því að klófesta Ben Arfa í janúar síðastliðnum en Marseille er sagt vilja fá um tíu milljónir punda fyrir hann.

Marseille keypti hann á níu milljónir evra frá Lyon árið 2008 en Marseille varð franskur meistari í fyrsta sinn í átján ár á nýliðnu tímabili.

„Everton hefur haft áhuga í langan tíma og nú gæti möguleikinn verið til staðar," sagði umboðsmaðurinn í viðtali við enska fjölmiðla.

Ben Arfa á sjö landsleiki að baki með franska landsliðinu en var ekki valinn í 23 manna HM-hóp Frakka á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×