Íslenski boltinn

Willum og vestið: Fylgi bara fyrirmælum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Willum í vestinu.
Willum í vestinu. Fréttablaðið/Stefán
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, hefur vakið mikla athygli fyrir forláta vesti sem hann klæðist á hlíðarlínunni í Pepsi-deild karla. Ekki er um nýja tískubylgju að ræða.

"Við erum í dökkum búningum á heimavelli og ég átti nú von á því að það væri í lagi að vera í æfingagallanum," sagði Willum við Vísi en hann er einmitt nánast samlitur gallanum sem Keflavík spilar í.

"Dómararnir báðu mig um að fara í vesti til að línuverðirnir rugluðust ekki ef ég væri í línunni, ég fylgi bara fyrirmælum" sagði Willum sem hefur verið í vestinu í allt sumar, meðal annars gegn KR þar sem Keflvíkingar spiluðu í rauðum búningnum.

"Ætli það hafi ekki verið vegna búninga KR-inga," sagði Willum sem er þó ánægður með gengið í vestinu en Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með tíu stig og er enn taplaust.

"Vestið er að skila," sagði Willum léttur að vanda og verður fróðlegt að sjá hvort það fylgi honum ekki í allt sumar, í það minnsta á meðan vel gengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×