Enski boltinn

Hernandez fær atvinnuleyfi hjá Man. Utd.

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Hernandez í leiknum gegn Hollandi í síðustu viku.
Hernandez í leiknum gegn Hollandi í síðustu viku. GettyImages
Javier Hernandez frá Mexíkó hefur fengið atvinnuleyfi á Englandi og getur því gengið strax í raðir Manchester United. Hernandez fer því til liðsins strax eftir HM.

United tryggði sér leikmanninn í apríl en sóknarmaðurinn kostaði um 8 milljónir punda. Hann skoraði í 2-1 tapi fyrir Hollandi í æfingaleik í síðustu viku en annars hefur hann ekki spilað 75% landsleikja Mexíkó síðustu tvö árin.

Þess vegna þurfti United að sýna fram á að hann hefði "óviðjafnanlega hæfileika" og þurfti að vinna hart að því að fá atvinnuleyfið.

Það er nú í höfn og hann verður því í leikmannahópi United á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×