Fótbolti

Sölvi Geir: Við eigum að fara áfram á móti Rosenborg

Sölvi Geir Ottesen, íslenski landsliðsmiðvörðurinn hjá danska liðinu FCK, var í viðtali hjá Tipsbladet í Danmörku í dag eftir að ljóst var að FCK Kaupmannahafnarliðið drógst á móti norsku meisturunum í Rosenborg í umspilsleikjum um að komast inn í Meistaradeildina á komandi leiktíð.

Fótbolti

Tottenham mætir Young Boys

Dregið var í lokaumferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu nú í morgun og fékk enska liðið Tottenham það verkefni að spila gegn Young Boys frá Sviss um sæti í riðlakeppninni.

Fótbolti

Bjarni Þórður: Þeir héldu boltanum bara aðeins of vel

„Ég er frekar svekktur eftir þennan leik. Við náum að komast yfir en eftir að þeir ná að jafna leikinn já riðlast skipulagið mikið hjá okkur,“ sagði Bjarni Þórður Halldórsson,markvörður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. KR-ingar vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 14.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Íslenski boltinn

Auðun Helgason: Frábær leikur

„Þetta var frábær leikur, við fáum tvö mörk snemma leiks og það er það sem við þurftum og vildum. Eftir það höfðum við hald á leiknum og þeir ógna lítið eftir það. " sagði Auðun Helgason fyrirliði Grindvíkinga kátur eftir sigur á fyrrverandi liðsfélögum sínum í Fram í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri Grindvíkinga.

Íslenski boltinn