Enski boltinn

Blackburn reiðubúið að selja Jason Roberts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jason Roberts fagnar marki með Blackburn.
Jason Roberts fagnar marki með Blackburn. Nordic Photos / Getty Images

Svo virðist sem að framherjinn Jason Roberts sé á leið frá Blackburn Rovers en félagið segist reiðubúið að hlusta á tilboð í kappann.

Roberts er 32 ára gamall en er ekki inn í myndinni hjá knattspyrnustjóranum Sam Allardyce. Hann lék áður með Wigan, Portsmouth og West Brom.

Hann var næstmarkahæsti leikmaður liðsins síðasta tímabil með fimm mörk en er talinn vera falur fyrir um eina milljón punda. Hann á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum við félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×