Fótbolti

Fimm franskir landsliðsmenn fyrir aganefnd franska sambandsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Frakka sjást hér eftir að þeir ákváðu að fara í verkfall.
Leikmenn Frakka sjást hér eftir að þeir ákváðu að fara í verkfall. Mynd/AFP
Franska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kalla fimm leikmenn úr HM-hóp Frakka fyrir aganefnd sambandsins í kjölfarið á verkfallsaðferðum franska landsliðsins á HM í Suður-Afríku í sumar.

Leikmennirnir fimm eru Nicolas Anelka, Franck Ribery, Eric Abidal, Jeremy Toulalan og fyrirliðinn Patrice Evra.

Séstök rannsóknarnefnd á vegum franska sambandsins hefur rætt við 18 af 23 leikmönnum úr HM-hóp Frakka auk þess að tala við starfsmenn liðsins og sambandsins sem voru staddir í Suður-Afríku þegar frönsku leikmennirnir neituðu að æfa.

Enginn þeirra 23 leikmanna sem skipuðu HM-hóp Frakka mega taka þátt í vináttuleik Frakka á móti Norðmönnum 14. ágúst en það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn nýja þjálfarans Laurent Blanc.

Upphafið af verkfallsaðgerðum frönsku leikmannanna var þegar Nicolas Anelka var rekinn heim fyrir að láta þjálfarann Raymond Domenech heyra það í hálfleik í 0-2 tapi liðsins á móti Mexíkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×