Enski boltinn

Umboðsmaður Poulsen: Enn langt í land

Elvar Geir Magnússon skrifar
Poulsen í leik með danska landsliðinu.
Poulsen í leik með danska landsliðinu.

Christian Poulsen, leikmaður Juventus og danska landsliðsins, á í viðræðum við Liverpool eins og komið hefur fram. Umboðsmaður hans segir þó að enn sé langt í land.

„Í sannleika sagt erum við enn langt frá samkomulagi. Ég veit ekki hvort samningar muni nást við Liverpool," segir umboðsmaður Poulsen en talið er að Liverpool þurfi að greiða um 6 milljónir punda fyrir hann.

„Þessi mál verða ekki leyst á einhverjum tveimur mínútum. Þar að auki er ég ekki viss um að Juventus og Liverpool hafi handsalað neitt enn." Líklegt er að Liverpool hafi fengið leyfi til viðræðna við leikmanninn en kaupverðið verði svo rætt síðar við forráðamenn ítalska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×