Enski boltinn

Joe Cole stessaður í frumrauninni á Anfield

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole með tunguna úti í leiknum í gær.
Joe Cole með tunguna úti í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Joe Cole viðurkenndi eftir leik Liverpool gegn Rabotnicki í gær að hann hefði verið stressaður í sínum fyrsta leik á Anfield sem leikmaður Liverpool.

Cole átti fínan dag með Liverpool sem vann 2-0 sigur í leiknum og 4-0 samanlagt.

„Þetta var frábært og ég var í raun stressaður," sagði Cole við enska fjölmiðla eftir leikinn. „En þetta var í raun eins og vináttuleikur sem var þegar unninn, með fullri virðingu fyrir þeim."

„En ég naut leiksins. Ég er ánægður með að vera í þessu liði og ég fékk frábærar viðtökur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×