Enski boltinn

Hicks missti hafnaboltaliðið sitt á uppboði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tom Hicks hefur farið illa út úr kreppunni.
Tom Hicks hefur farið illa út úr kreppunni. Nordic Photos / Getty Images

Tom Hicks, annar eiganda enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, missti í gær hafnaboltaliðið sitt, Texas Rangers, þegar það var selt á uppboði fyrir 593 milljónir dollara.

Eignarhaldsfélagið sem átti Rangers og Hicks fór fyrir var skuldum vafið og var salan hluti af gjaldþrotaferli þess.

Þeir sem fylgst hafa með máli Liverpool vita vel að Hicks og George Gillett, hinn eigandi félagsins, hafa verið duglegir að hlaða skuldum á Liverpool síðan þeir komu til sögunnar fyrir þremur árum.

Söluferli á Liverpool stendur nú yfir og hafa þó nokkrir áhugasamir aðilar verið að skoða það að leggja fram tilboð.

Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool, segir að takmarkið sé að ganga frá sölunni fyrir mánaðarlok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×