Íslenski boltinn

Bikarúrslitaleikur KR og FH kl. 18 á laugardagskvöldi

Elvar Geir Magnússon skrifar

KSÍ hefur tilkynnt um breytingu á leiktíma á bikarúrslitaleik karla. Leikurinn verður klukkan 18 á laugardagskvöldinu 14. ágúst en ekki klukkan 14 eins og upphafleg var áætlað.

„Þetta var ósk félagana og við ákváðum að verða að henni. Við teljum að þessi tímasetning stuðli að betri mætingu og auknu áhorfi," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ.

Það verða stórveldin KR og FH sem mætast í bikarúrslitaleiknum um miðjan mánuðinn. Sama dag verður einmitt leikið í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×