Enski boltinn

Önnur félög hafa áhuga á Balotelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Balotelli ræðir við Jose Mourinho.
Mario Balotelli ræðir við Jose Mourinho. Nordic Photos / AFP

Umboðsmaður Mario Balotelli segir að það gæti enn orðið af því að kappinn gangi til liðs við Manchester City en að önnur félög hafi einnig áhuga á honum.

Fulltrúar City hafa reynt að ná samningum við bæði Inter á Ítalíu og leikmanninn sjálfan en það hefur gengið nokkuð hægt.

Balotelli er sagður hafa farið fram á 180 þúsund pund í vikulaun en þrátt fyrir allt er umboðsmaður hans bjartsýnn.

„Það er ekki rétt sem hefur komið fram í bresku slúðurpressunni," sagði umboðsmaðurinn við ítalska fjölmiðla. „Ég hefði lítið annað að gera næstu fimm árin ef ég gerði ekkert en að svara því sem þar kæmi fram."

„Það eru engin vandamál hjá City eða Inter. Það þurfa allir þrír aðilarnir að vera sáttir við sitt og við höfum tekið mikilvægt skref fram á við í þessu ferli. Mario hefur aldrei beðið um neitt enda lifir hann ekki fyrir peningana - ástríða hans snýst um að spila fótbolta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×