Enski boltinn

Boro hafnaði tilboði Liverpool í Jones

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brad Jones, markvörður Middlesbrough.
Brad Jones, markvörður Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images

Middlesbrough hafnaði í gær tilboði Liverpool í ástralska markvörðinn Brad Jones upp á tvær milljónir punda.

Roy Hodgson vill fá Jones til að veita Pepe Reina samkeppni og leysa hann af hólmi gerist þess þörf.

Fréttastofa Sky Sports greindi frá þessu í gær og sagði að Gordon Strachan, stjóri Boro, vilji halda Jones. Óljóst er hvort að Liverpool muni leggja fram nýtt tilboð í markvörðinn.

Jones var valinn í HM-hóp Ástralíu í sumar en þurfti að fara aftur til síns heima áður en mótið hófst þar sem ungur sonur hans hafði greinst með hvítblæði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×