Fótbolti

Endar 1.056 daga bið í kvöld?

Íslenska landsliðið spilar í kvöld síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2012 þegar Kýpur kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Þetta er um leið hálfgerður úrslitaleikur um að sleppa við júmbósætið í riðlinum því Kýpverjar eru með einu stigi meira en Ísland þökk sé stigi sem þeir náðu í á útivelli á móti Portúgal.

Íslenski boltinn

Ungir Englendingar í banastuði

Enska U-21 landsliðið vann í kvöld 4-1 sigur á Ísrael í vináttulandsleik í Englandi. Enska liðið er með Íslandi í riðli í undankeppni EM og kemur hingað til lands í næsta mánuði.

Fótbolti

Brassar unnu 1-0 sigur á Gana

Ronaldinho var í byrjunarliði brasilíska landsliðsins sem vann í kvöld 1-0 sigur á Gana í vináttulandsleik á Craven Cottage-vellinum í Lundúnum.

Fótbolti

Capello: Enska landsliðið hræðist það ekki að spila á Wembley

Enska landsliðið hefur ekki gengið vel í síðustu heimaleikjum sínum á Wembley-leikvanginum og nú er svo komið að liðið hefur ekki unnið í fjórum síðustu heimaleikjum sínum. England fær Wales í heimsókn á morgun í undankeppni EM og landsliðsþjálfarinn Fabio Capello var að sjálfsögðu spurður út í slakt gengi á Wembley á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Fótbolti

Ekki vinsælt að vera með iPad-inn sinn á varamannabekknum

Það líður varla vika á milli þess Mario Balotelli komi sér í vandræði innan sem utan vallar. Nú síðast eru ítalskir fjölmiðlar uppfullir af fréttum af því að Balotelli sé komin í ónáðina hjá Cesare Prandelli, landsliðsþjálfara Ítala, eftir hegðun sína út í Færeyjum.

Fótbolti

Ólafur Jóhannesson: Íslendingur á að þjálfa íslenska landsliðið

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni.

Íslenski boltinn

Raul Meireles: Fólkið kallar mig Júdas

Raul Meireles, nýr leikmaður Chelsea og fyrrum leikmaður Liverpool, heldur því fram að peningar hafi engu máli skipt þegar hann óskaði eftir því að vera seldur til Lundúna í síðustu viku. Stuðningsmenn Liverpool hafa margir brugðist illa við þessum fréttum og kallað leikmanninn Júdas.

Enski boltinn

Sölvi tæpur og Indriði veikur

Svo gæti farið að Kristján Örn Sigurðsson komi beint aftur inn í byrjunarlið Íslands þar sem að þeir Sölvi Geir Ottesen og Indriði Sigurðsson eru báðir tæpir fyrir leikinn gegn Kýpur á morgun.

Íslenski boltinn

Alltof dýrt að sjá Lionel Messi spila

Bangladess er eitt af fátækustu löndum í heimi og fótboltaáhugamenn í landinu hafa brugðist illa við rándýrum miðum inn á vináttulandsleik Argentínu og Nígeríu sem fer fram í Bangladess á morgun.

Fótbolti

Roy Keane á leið til landsins

Roy Keane er á leiðinni til landsins til að skoða aðstæður hjá KSÍ og fylgjast með leik íslenska landsliðsins gegn Kýpur annað kvöld. Hann mun væntanlega svo halda viðræður við íslenska knattspyrnusambandið um að taka að sér starf landsliðsþjálfara karla.

Íslenski boltinn

Engar skyndilausnir í boði

Hvorki gengur né rekur hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu. Enn eitt tapið leit dagsins ljós á föstudaginn, í þetta sinn í Noregi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Ísland hefur ekki unnið keppnisleik í tæp þrjú ár og aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA.

Íslenski boltinn

Ronaldinho skorar beint úr hornspyrnu

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho skoraði magnað mark beint úr hornspyrnu þegar lið hans Flamengo tapaði fyrir Avai 3-2 í brasilísku úrvalsdeildinni rétt fyrir helgi.

Fótbolti