Íslenski boltinn

Sölvi tæpur og Indriði veikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Örn Sigurðsson.
Kristján Örn Sigurðsson. Mynd/Stefán
Svo gæti farið að Kristján Örn Sigurðsson komi beint aftur inn í byrjunarlið Íslands þar sem að þeir Sölvi Geir Ottesen og Indriði Sigurðsson eru báðir tæpir fyrir leikinn gegn Kýpur á morgun.

„Indriði er veikur og var nokkuð slappur í gær,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, á æfingu liðsins í morgun. „Sölvi þarf tíma til að jafna sig á milli leikja en við vitum meira á morgun,“ bætti hann við en Sölvi Geir hefur átt við bakmeiðsli að stríða.

„Ég veit ekki hvort að Kristján komi aftur inn í byrjunarliðið. Það ræðst einfaldlega af því þegar ég veit hvaða leikmenn ég get valið í liðið,“ sagði Ólafur en Kristján Örn var í banni í leiknum gegn Noregi á föstudaginn.

Hannes Þór Halldórsson verður í byrjunarliði Íslands í fjarveru þeirra Gunnleifs Gunnleifssonar, sem er meiddur, og Stefáns Loga Magnússonar en hann tekur út leikbann á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×