Fótbolti

Owen með tvö mörk fyrir Man. United - Bolton sló út Aston Villa

Varalið Manchester United átti ekki í miklum vandræðum með Leeds á Elland Road í kvöld í 3. umferð enska deildarbikarsins. United vann 3-0 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Michael Owen skoraði tvö mörk í kvöld í sínum fyrsta leik í byrjunarliði. Arsenal og Bolton komust einnig áfram í enska deildarbikarnum í kvöld.

Enski boltinn

Agger rifbeinsbrotnaði á móti Tottenham

Daniel Agger, miðvörður Liverpool, rifbeinsbrotnaði í tapinu á móti Tottenham um síðustu helgi og verður frá í allt að einn mánuð. Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er þó ekki tilbúinn að gefa það út hvernig danski landsliðsmaðurinn snúi til baka en verði í það minnsta ekki með liðinu í næstu leikjum.

Enski boltinn

Hernandez fljótur að jafna sig eftir tæklinguna frá Cole

Javier Hernandez framherji enska meistaraliðsins Manchester United virðist hafa hrist af sér meiðslin sem hann varð fyrir í 3-1 sigri liðsins s.l. sunnudag gegn Chelsea. „Litla baunin“ eins og landsliðsmaðurinn frá Mexíkó er kallaður fékk mikið högg á vinstri fótinn þegar Ashley Cole reyndi að verjast skoti frá honum en Cole var stálheppinn slasa ekki Hernandez alvarlega í því tilviki.

Enski boltinn

Forseti Bayern München telur að þýska deildin sé sú sterkasta

Uli Höness forseti þýska stórliðsins Bayern München henti ágætri sprengju inn í fótboltaumræðuna um helgina þegar hann sagði að enska úrvalsdeildin væri sú þriðja sterkasta í heiminum. Að mati Höness er spænska deildin sú sterkasta og að hans mati koma Þjóðverjar þar á eftir.

Fótbolti

Wenger fær stuðning frá stjórnarformanni Arsenal

Ivan Gazidis stjórnarformaður Arsenal segir að það komi ekki til greina að láta Arsene Wenger knattspyrnustjóra liðsins fara frá liðinu þrátt fyrir afleitt gengi þess í upphafi tímabilsins. Arsenal hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu fimm og er liðið í 17. sæti – einu sæti fyrir ofan fallsæti.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Stórtíðindi í Elokobi-horninu

Hinn 25 ára gamli George Nganyuo Elokobi er í miklu uppáhaldi hjá umsjónarmönnum Sunnudagsmessunnar á Stöð 2 sport 2. Í síðasta þætti var farið yfir helstu atvikin hjá varnarmanninum frá Kamerún sem lék í stöðu vinstri bakvarðar í 3-0 tapleik á heimavelli gegn nýliðum QPR frá London.

Enski boltinn

Starfsmenn Man Utd fá bónusgreiðslur frá eigendum liðsins

Bandaríska Glazer fjölskyldan sem á enska úrvalsdeildarliðið Manchester United er án efa aðeins ofar á vinsældarlistanum hjá 500 starfsmönnum félagsins í dag en í gær. Í bréfi sem starfsmenn fengu í gær frá eigendum félagsins var sagt frá því að allir starfsmenn fái bónusgreiðslu á árslaunin sem nemur um 8% af árslaunum hvers og eins. Um 920 milljónum ísl. kr. eða sem nemur um 5 milljónum punda.

Enski boltinn

Gerrard er klár í slaginn á ný eftir sex mánaða bið

Allar líkur eru á því að enski landsliðsmaðurinn Steven Gerrard verði í leikmannahóp Liverpool á morgun gegn Brighton í deildabikarkeppninni. Gerrard, sem er 31 árs gamall, hefur ekki spilað með Liverpool í hálft ár vegna meiðsla en hann fór í aðgerð á nára s.l. vor. Talið var að Gerrard yrði klár í slaginn strax í upphafi keppnistímabilsins en það gekk ekki eftir.

Enski boltinn

Pepsimörkin: Eru Framarar að bjarga sér á lokasprettinum?

Framarar gefa ekkert eftir á lokasprettinum í Pepsideild karla í fótbolta og með 1-0 sigri liðsins í gær gegn Keflavík opnaðist fallbaráttan upp á gátt. Reynir Leósson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðuna á botni deildarinnar í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær ásamt Herði Magnússyni íþróttafréttamanni.

Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Tilþrif og tónlist úr 20. umferð

Mikil spenna er á Íslandsmótinu í fótbolta karla, Pepsideildinni, en fimm leikir fóru fram í 20. umferð í gær. Að venju var farið yfir öll helstu atvikin úr leikjunum í þættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport. Í myndbandinu má sjá öll mörkin sem skoruð voru í leikjunum sex og Depeche Mode sá um tónlistina.

Íslenski boltinn

Framarar settu mikla spennu í fallslaginn - myndir

Framarar sáu til þess að fimm lið eru í fallhættu í Pepsi-deild karla þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Fram vann 1-0 sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í gærkvöldi og hefur þar með náð í 10 af 18 stigum sínum í Pepsi-deildinni í sumar í síðustu fimm leikjum sínum.

Íslenski boltinn

Nýju skórnir hans Rooney fengu ekki góða auglýsingu um helgina

Wayne Rooney hjá Manchester United, er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með níu mörk í fyrstu fimm umferðunum og hefur þar með sett nýtt met í markaskorun í upphafi móts í ensku úrvalsdeildinni. Rooney hefði samt auðveldlega getað verið búinn að skora tíu mörk því hann klúðraði víti á eftirminnilegan í sigrinum á Chelsea í gær.

Enski boltinn

Íslensku stelpurnar komnar áfram eftir 3-0 sigur á Kasakstan

Íslenska 19 ára landsliðið er komið áfram í milliriðil á EM kvenna eftir sigur á Kasakstan í öðrum leik sínum í undankeppni EM en riðill íslenska liðsins fer fram á Íslandi. Íslensku stelpurnar fylgdu eftir 2-1 sigri á Slóveníu í fyrsta leik með því að vinna 3-0 sigur á Kasökum á Selfossi í dag.

Íslenski boltinn

Þorvaldur: Sénsinn er okkar

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld, 1-0. Fyrir vikið er liðið komið í bullandi séns á að bjarga sér frá falli eftir skelfilegt gengi framan af móti.

Íslenski boltinn

Umfjöllun Vísis um leiki kvöldsins

Fimm af sex leikjum 20. umferðar Pepsi-deild karla fóru fram í kvöld og það er óhætt að segja að spennan sé mikil á toppi og botni eftir að þriðja síðasta umferð Íslandsmótsins er að baki. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina í kvöld á einum stað.

Íslenski boltinn