Fótbolti

Fengu 430 þúsund króna sekt fyrir byssu-fagnið sitt

Guadalajara frá Mexíkó hefur sektað tvo leikmenn sína fyrir það hvernig þeir fögnuðu marki í leik liðsins á dögunum. Annar leikmaðurinn þóttist þá skjóta hinn í höfuðið en það varð í kjölfarið allt vitlaust í Mexíkó þar sem eiturlyfjastríðið hefur kostað yfir 44 þúsund manns lífið.

Fótbolti

Samuel Eto'o útilokar ekki að fara til Inter á láni

Samuel Eto'o útilokar það ekki að fara á láni til síns gamla félags í vetrarfríinu í Rússlandi en Anzhi Makhachkala keypti Kamerúnmanninn frá Internazionale í ágúst. Internazionale þarf nauðsynlega á styrk að halda í sóknarleiknum.

Fótbolti

Ari skoraði og Sundsvall fór upp þrátt fyrir tap

Ari Freyr Skúlason og félagar í Sundsvall-liðinu fögnuðu þrátt fyrir tapleik á móti Jönköpings Södra í lokaumferð sænsku b-deildarinnar í dag. Sundsvall er komið upp í sænsku úrvalsdeildina á ný eftir fjögurra ára fjarveru.

Fótbolti

Norwich náði í jafntefli á Anfield

Liverpool náði aðeins jafntefli á móti nýliðum Norwich á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Craig Bellamy kom Liverpool í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Grant Holt jafnaði fyrir Norwich eftir klukkutímaleik. Þessi úrslit eru gríðarlega vonbrigði fyrir Liverpool-liðið en Norwich-menn gátu verið ánægðir með að fara með stig heim.

Enski boltinn

Bellamy í byrjunarliðinu hjá Liverpool

Craig Bellamy kemur inn í byrjunarliðið hjá Liverpool fyrir leikinn á móti Norwich í kvöldleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, gerir tvær breytingar á liðinu sem gerði 1-1 jafntefli við Manchester United.

Enski boltinn

Redknapp vill sjá Bale í Ólympíuliði Breta

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar ekki að koma í veg fyrir að Gareth Bale spili með breska Ólympíuliðinu á leikunum í London næsta sumar þótt að velska knattspyrnusambandið sé ekki hrifð af því að leikmaðurinn verði með.

Enski boltinn

Úlfarnir tryggðu sér stig með tveimur mörkum í blálokin

Wolves náði í langþráð stig með því að skora tvö mörk á síðustu sex mínútunum í 2-2 jafntefli á móti nýliðum Swansea City á Molineux í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Swansea komst í 2-0 í fyrri hálfleik og langt fram eftir leik stefndi í fyrsta útisigur liðsins á tímabilinu.

Enski boltinn