Fótbolti

Chicharito búinn að framlengja

Stuðninigsmenn Manchester United fengu góðar fréttir í dag en félagið hefur tilkynnt að Javier Hernandez, Chicharito, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2016.

Enski boltinn

Dóra María: Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi

Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum.

Íslenski boltinn

Levante tók toppsætið af Real Madrid

Real Madrid hélt toppsætinu aðeins í sólarhring þótt að Barcelona hafi tapað stigum í gær. Levante er kominn á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 3-0 útisigur á Villarreal í kvöld.

Fótbolti

Mancini: Mario Balotelli getur orðið einn sá besti í heimi

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, tjáði sig um Mario Balotelli sem skoraði tvö mörk og fiskaði eitt rautt spjald í 6-1 stórsigri City-liðsins á Old Trafford í dag. Balotelli komst í fréttirnar í aðdraganda leiksins þegar kviknaði í heima hjá honum eftir að menn voru þar að leika sér að því að skjóta flugeldum út um baðherbergisgluggann.

Enski boltinn

Versta tap Manchester United á Old Trafford síðan 1955

Það þarf að fara langt aftur til að finna aðra eins niðurlægingu og Englandsmeistarar Manchester United fengu á móti nágrönnum sínum í Manchester City á Old Trafford í dag. Það var búið að bíða lengi eftir slag tveggja efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar en yfirburðir City voru miklir ekki síst eftir að United-liðið missti mann af velli í upphafi seinni hálfleiks.

Enski boltinn

Joe Hart: Við fáum ekkert aukastig fyrir að bursta United

Joe Hart, markvörður Manchester City, var rólegur eftir 6-1 stórsigur á nágrönnunum í Manchester United í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór á Old Trafford í dag. City náði fimm stiga forskot á United með þessum sigri og endaði langa sigurgöngu United-liðsins á Old Trafford.

Enski boltinn

Micah Richards: Háværasömu nágrannarnir eru mættir

Micah Richards, varnarmaður Manchester City, var í skýjunum eftir 6-1 stórsigur á nágrönnunum í Manchester United á Old Trafford í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Richards talaði um það fyrir leikinn á leikmenn United væru hræddir við City-liðið.

Enski boltinn

Heiðar tryggði QPR sigur á Chelsea - öll úrslitin í enska í dag

Heiðar Helguson tryggði nýliðum Queens Park Rangers óvæntan 1-0 sigur á Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar skoraði eina mark leiksins úr víti sem hann fékk sjálfur á 10. mínútu en annars var þetta ótrúlegur knattspyrnuleikur þar sem Chelsea-liðið faldi það mjög vel að vera níu á móti ellefu í 49 mínútur.

Enski boltinn

Tottenham fór upp fyrir Liverpool - Van der Vaart með tvö mörk

Hollendingurinn Rafael van der Vaart skoraði bæði mörk Tottenham í 2-1 útisigri á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag en Tottenham fór upp fyrir Liverpool og í 5. sætið með þessum sigri sem var sá fimmti hjá liðinu í síðustu sex deildarleikjum. Blackburn er aftur á móti í botnsætinu enda aðeins búið að ná í eitt stig út úr síðustu fjórum leikjum.

Enski boltinn

Dalglish: Látið Luis Suarez í friði

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, kom enn á ný til varnar Luis Suarez sem var í sviðsljósinu í 1-1 jafntefli á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni. Í síðustu viku var Suarez ásakaður um kynþóttafordóma en að þessu sinni um leikaraskap.

Enski boltinn